Al­dís Amah Hamilton leik­kona segir les­endum Frétta­blaðsins frá listinni sem breytti lífi hennar. Al­dís segir að kvik­myndin Avatar eftir James Ca­meron hafi haft mikil á­hrif á sig þegar hún sá hana í bíói 2009.

„Ég var 18 ára þegar Avatar kom út og fór á hana í bíó. Ég ætla að taka það fram að mér er alveg sama (ekki alveg sama, en svona) hvað fólk segir um sögu­þráðinn eða gæði hand­ritsins, þessi mynd gjör­sam­lega hel­tók mig. Þegar ég kom heim grét ég ó­stjórn­lega alveg heil­lengi af sorg yfir því að geta ekki leikið í ná­kvæm­lega þessari mynd, þó svo að ég hefði ekki hug­mynd um hana fyrr en ég sá hana, og yfir því að geta ekki verið raun­veru­leg geim­vera sem flýgur um á risa­eðlu­fuglum og stekkur á milli kletta.

Þessi sorg fylgir mér enn þann dag í dag og er ef­laust á­stæðan fyrir því að ég tek þætti eins og Game of Thrones og ýmsa tölvu­leiki alltaf of nærri mér. Ævin­týra­þráin hefur dofnað með aldrinum en hún er alltaf þarna. Ætli hún eigi ekki sinn hlut í því að ég varð leik­kona? Ég get alla­vega látist vera geim­vera svona þegar að tæki­færin bjóðast, og það á launum.“

Þegar ég kom heim grét ég ó­stjórn­lega alveg heil­lengi af sorg yfir því að geta ekki leikið í ná­kvæm­lega þessari mynd.