Þjóð­leik­hús­stjóri segir leitt ef klapp eftir leik­sýningar yrði bannað. Hann kannast ekki við um­ræðu á meðal leik­hús­fólks um að lagt verði niður þann sið að á­horf­endur klappi eftir sýningar.

„Leik­hús­fólk hefur rætt þennan sið hjá á­horf­endum að klappa í lok sýningar og vilja mörg hver að þetta verði af­lagt. Þetta er vinnan þeirra,“ segir Elísa­bet Welding Sigurðar­dóttir í færslu á Twitter.

„Ég held að þeim [leikurum] þyki vænt um þetta eins og á­horf­endum. Þetta er auð­vitað sam­spil á milli á­horf­enda og leikara en ég held að þetta sé fyrst og fremst þakk­læti eftir sýningu,“ segir Magnús Geir Þórðar­son, Þjóð­leik­hús­stjóri.

Tístið hefur vakið mikla at­hygli og fengið mis­góð við­brögð.

„Er þá ekki vanda­málið að við klöppum ekki nóg? Klöppum meira fyrir fleirum,“ segir einn í svari við færsluna.

Að­spurður um hvort það sé sam­bæri­legt að klappa fyrir strætó­bíl­stjóra eða kassa­starfs­manni segir Magnús: „Það má alveg klappa fyrir þeim líka en ég held þetta sé bara eins og þegar við þökkum fyrir okkur víða, fyrir þjónustu eða svo­leiðis. Það væri leitt ef við myndum banna þetta.“

Fólk hefur bent á að þetta sé leið áhorfenda til að þakka fyrir sig eftir leiksýningu, eins og Magnús segir. Þá vilja aðrir meina að ekki sé klappað fyrir öðru vinnandi fólki fyrir starf þeirra.