Þjóðleikhússtjóri segir leitt ef klapp eftir leiksýningar yrði bannað. Hann kannast ekki við umræðu á meðal leikhúsfólks um að lagt verði niður þann sið að áhorfendur klappi eftir sýningar.
„Leikhúsfólk hefur rætt þennan sið hjá áhorfendum að klappa í lok sýningar og vilja mörg hver að þetta verði aflagt. Þetta er vinnan þeirra,“ segir Elísabet Welding Sigurðardóttir í færslu á Twitter.
„Ég held að þeim [leikurum] þyki vænt um þetta eins og áhorfendum. Þetta er auðvitað samspil á milli áhorfenda og leikara en ég held að þetta sé fyrst og fremst þakklæti eftir sýningu,“ segir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri.
Er þá ekki frekar vandamálið að við klöppum ekki nóg?
— Mossi (@MossiGud) September 13, 2022
Klöppum meira fyrir fleirum.
Tístið hefur vakið mikla athygli og fengið misgóð viðbrögð.
„Er þá ekki vandamálið að við klöppum ekki nóg? Klöppum meira fyrir fleirum,“ segir einn í svari við færsluna.
Aðspurður um hvort það sé sambærilegt að klappa fyrir strætóbílstjóra eða kassastarfsmanni segir Magnús: „Það má alveg klappa fyrir þeim líka en ég held þetta sé bara eins og þegar við þökkum fyrir okkur víða, fyrir þjónustu eða svoleiðis. Það væri leitt ef við myndum banna þetta.“
Fólk hefur bent á að þetta sé leið áhorfenda til að þakka fyrir sig eftir leiksýningu, eins og Magnús segir. Þá vilja aðrir meina að ekki sé klappað fyrir öðru vinnandi fólki fyrir starf þeirra.