Sýningin Brot af annars konar þekkingu var opnuð í Ný­lista­safninu í gær en um er að ræða sam­sýningu á verkum tékk­neskra og ís­lenskra lista­manna í sýningar­stjórn Terezu Jindrová og Evu B. Rie­bová í sam­starfi við List án landa­mæra. Sýningin er loka­af­urð list­ræna rann­sóknar­verk­efnisins Annars konar þekking sem Tereza og Eva hafa staðið að undan­farin þrjú ár og saman­stendur af völdum verkum úr tíu sýningum sem settar voru upp í galleríinu Meet­Factory í Prag.

Eva: „Verk­efnið hófst þegar Tereza hóf störf með mér sem sýningar­stjóri í Meet­Factory galleríinu. Við á­kváðum að hafa eitt heildar­þema sem myndi hjálpa okkur að leiða dramatúrgíuna í sýningar­salnum. Þemað sem við völdum er Annars konar þekking og á þremur árum settum við upp tíu sýningar innan þess þema.“

Tereza: „Við höfðum á­huga á eðli þekkingar og rök­hugsunar. Við erum alin upp í evrópskri nú­tíma­menningu þar sem maður gengur í skóla þar sem maður lærir stað­reyndir og er kennt að það sé gott að vera rök­hugsandi manneskja. Að það sé mann­legt eðli að vera skyn­samur og nota rök­hugsun. Það sem við höfum á­huga á er að skoða bak við þetta og finna lær­dóm og þekkingar­að­ferðir sem byggjast á ó­líkum sjónar­miðum og að­ferðum en stað­reyndum og vísindum.“

Sýningin Brot af annars konar þekkingu er lokaafurð rannsóknarverkefnis sem Tereza og Eva hafa staðið að samanstendur af völdum verkum úr tíu sýningum sem settar voru upp í galleríinu MeetFactory í Prag.
Fréttablaðið/Anton Brink

Vilja ekki dæma rök­hugsun

Að sögn Evu og Terezu var mark­mið verk­efnisins Annars konar þekking að sækja í aðra mögu­leika en skyn­semis­trúna sem hefur ráðið ríkjum í nú­tíma­menningu Evrópu­búa undan­farna ára­tugi og aldir.

Tereza: „Þemun sem við rann­sökum og könnuðum í gegnum þessar tíu sýningar í röðinni voru til dæmis líkaminn sem upp­spretta reynslu og þekkingar, skilningar­vitin eru til dæmis upp­spretta beinna upp­lifana, ævin­týri og ferða­lög á af­skekktar slóðir, and­leg mál­efni og trúar­brögð, breytt á­stand vitundar og margt fleira. Ein undan­tekning sem við vinnum með er gervi­greind. Við buðum hópi af gesta-sýningar­stjórum að taka þátt í þessari til­teknu sýningu af því við Eva erum ekki sér­fræðingar á þessu sviði. Gervi­greind er auð­vitað eins konar öfga-rök­hugsun og að vissu leyti ó­manneskju­leg.“

Eva tekur þó fram að mark­mið verk­efnisins hafi ekki verið að af­neita rök­hugsun.

Eva: „Við vildum ekki dæma rök­hugsun úr leik eða vísindin sem tengjast henni heldur frekar kanna önnur svið og setja þau á sama stall. Í textanum okkar kemur fram að rök­hugsun er eitt­hvað sem helst gjarnan í hendur við kúgun á borð við feðra­veldið, ný­lendu­stefnu, neyslu­hyggju og fleira. Við erum að leggja fram femíníska og fé­lags­lega heims­sýn í von um að það muni á ein­hvern hátt þenjast út fyrir veggi gallerísins.“

Við vildum ekki dæma rök­hugsun úr leik eða vísindin sem tengjast henni heldur frekar kanna önnur svið og setja þau á sama stall.

-Eva B. Rie­bová

Spenntar að sjá við­brögðin

Spurð um hvernig það hafi komið til að þær á­kváðu að koma með verk­efnið til Ís­lands segir Tereza að þær Eva hafi sótt um styrk úr Upp­byggingar­sjóði EES sem er fjár­magnaður af Ís­landi, Noregi og Liechten­stein og þegar þær hafi verið að leita sér að sam­starfs­aðilum hér á landi hafi þær komist í kynni við List án landa­mæra.

Tereza: „Við erum mjög spenntar að sjá hver við­brögðin verða frá heima­mönnum. Sýningin saman­stendur af tveimur lögum. Eitt er að við erum að sýna verk tékk­neskra lista­manna með verkum ís­lenskra lista­manna. Það var okkur ekki að­eins mikil­vægt að koma með utan­að­komandi raddir heldur vildum við líka eiga í sam­tali við ís­lenska lista­menn bú­setta í Reykja­vík. Mér finnst það dýr­mætt að lista­menn frá þessum tveimur löndum séu að mætast hér. Síðan höfum við líka mikinn á­huga á því hvernig á­horf­endur muni skynja þemað sem brot af annars konar þekkingu.“

Sýningin inniheldur bæði verk eftir tékkneska og íslenska listamenn.
Fréttablaðið/Anton Brink

Á­nægðar með sam­starfið

Tereza bætir því við að aug­ljós­lega hafi þær Eva að­eins getað sýnt brot af lista­verkunum sem sýnd hafa verið á vegum verk­efnisins Annars konar þekking en hún hvetur þó á­horf­endur til að kynna sér verk­efnið nánar auk þess sem veg­leg sýningar­skrá verður gefin út á bók á næstu vikum.

Eva: „Við erum með­vitaðar um að sýningin er mjög sam­þjöppuð og um­fangs­mikil og ég er mjög for­vitin um hvort boð­skapurinn muni skila sér. Ef hann gerir það ekki þá er ég samt sann­færð um að við höfum sýnt ýmis mjög sterk sjálf­stæð verk. Þannig að jafn­vel þótt það sé stiklað á stóru af mest­megnis tékk­neskum lista­mönnum sem hafa aldrei sýnt áður á Ís­landi þá held ég að þetta sé góð sýning til að gefa á­horf­endum for­smekk af verk­efninu.“

Tereza: „Við viljum líka í­treka að við erum mjög á­nægðar með sam­starfið við ís­lensku lista­mennina og lista­mennina sem tengjast List án landa­mæra. Það var mjög gefandi fyrir okkur að fá tæki­færi til þess að kynnast ís­lenskri list og því sem ís­lenskir lista­menn eru að fást við.“

Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru Adéla Součková, Aleksandra Vajd, Anetta Mona Chişa, Claire Paugam, David Escalona, Eva Koťátková, Guðjón Gísli Kristinsson, Guðrún Bergsdóttir, Juliana Höschlová, Julie Béna, Marie Lukáčová, Michael Nosek, Rósa Gísladóttir, ScreenSaverGallery, Sindri Ploder, Tomáš Javůre og Vladimír Turner.