Tónlistarkonan Lisa Marie Presley, dóttir Elvis og Priscillu Presley, er látin aðeins 54 ára að aldri.
Presley var flutt á sjúkrahús eftir að hún fór í hjartastopp á heimili sínu í Calabasas í Kaliforníu í gærmorgun.
Móðir hennar sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi og staðfesti andlátið.
„Með harm í hjarta deili ég þeim fréttum með ykkur að fallega dóttir mín, Lisa Marie, hefur yfirgefið okkur,“ sagði Priscilla Presley í yfirlýsingunni.
Hún lýsir dóttur sinni sem ástríðufullri, sterkri og ástríkri og bað um að fá frið til þess að takast á við sorgina.
Samkvæmt slúðurmiðlinum TMZ kom aðili sem starfar við húshjálp að henni meðvitundarlausri. Fyrrverandi eiginmaður hennar var í húsinu og hóf hjartahnoð á henni þangað til aðstoð sjúkraflutningamanna barst.
Lisa Marie er eina dóttur tónlistarmannsins Elvis og Priscillu og kom í heminn níu mánuðum eftir að þau giftu sig.

Mætti á Golden Globe
Lista Marie mætti á Golden Globe hátíðina á móður sinni tveimur sólarhringum áður en hún lést. En leikarinn Austin Butler hlaut verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Elvis Presley í samnefndri kvikmynd.
Just days before Lisa Marie Presley was rushed to the hospital after suffering cardiac arrest at her home, Lisa shared with Access Hollywood at the 2023 Golden Globes what the movie “Elvis” meant to her famous family. pic.twitter.com/d8ywaHPRVx
— Access Hollywood (@accesshollywood) January 13, 2023

Gift fjórum sinnum
Lisa Marie kvæntist fjórum sinnum og eignaðist fimm börn.
Í október 1988 kvæntist hún tónlistarmanninum Danny Keough og með honum eignaðist hún börnin Riley og Benjamin. Hjónin skildu eftir fimm og hálfs árs hjónaband árið 1994.

Tæpum mánuði síðar giftist Lisa Marie tónlistarmanninum Michael Jackson. Á þeim tíma sagðist hún hafa helgað lífi sínu sem eiginkona hans en hjónabandið entist aðeins í tvö ár.
Þrátt fyrir að Jackson hafi verið sakaður um barnaníð stóð hún þétt fyrir bakið á honum og trúði á sakleysi hans og sagðist vilja bjarga honum.

Árið 2002 giftist Lisa leikaranum Nicolas Cage í ágúst 2002 en þau giftu sig á dánardegi Elvis Presley á Hawai. Aðeins fjórum mánuðum síðar tilkynntu þau að hjónabandinu væri lokið.

Fjórða hjónabandið var árið 2006 þegar hún gekk að eiga gítarleikarann Michael Lockwood og eignaðist með honum tvíburana Harper og Finley. Þau voru gift í tíu ár.
Lisa hefur ekki átt auðvelda ævi, en hún missti son sinn Benjamin árið 2020 eftir sjálfsvíg.
Þá átti hún við ópíóðafíkn eftir fæðingu tvíburanna, sem hún hefur talað opinskátt um í gegnum tíðina.

