Bandaríski stórleikarinn og hjarta­knúsarinn Brad Pitt hefur slegið í gegn á frumsýningarferðalagi spennumyndarinnar Bullet Train. Aðstandendur myndarinnar hafa fylgt verkinu til Parísar, Berlínar og London og má segja að leikhópurinn hafi leikið á als oddi fyrir fjölmiðlana.

Pilsið í brúna settinu hefur heldur betur slegið í gegn. Bleik skyrtan tónar vel við brúna litinn.
Mynd/Getty

Brad Pitt hefur ekki síst vakið athygli fyrir vandaðan og frumlegan fatastíl, en hann hefur klæðst litríkum settum úr líni fyrir pressuna. Pitt mætti í brúnu línpilsi á rauða dregilinn í Berlín sem klæddi hann einstaklega vel og þar sannaðist enn eina ferðina að kyngervi og aldur hefur ekkert að segja þegar kemur að getu fólks til að vera smart í pilsi.