Banda­ríska leik­konan Lindsay Lohan deildi gleði­fréttum með fylgj­endum sínum á Insta­gram í gær. Lohan, sem er orðin 35 ára, var nefni­lega að trú­lofa sig.

Lohan birti fal­lega mynd af sér og unnusta sínum, Bader Shammas, í gær og má sjá trú­lofunar­hringinn á fingri leik­konunnar. „Ástín mín. Lífið mitt. Fjöl­skyldan mín. Fram­tíðin mín,“ sagði Lohan í færslunni.

Lohan hefur ekki látið mikið fyrir sér fara undan­farin ár og reynt að vera fjarri sviðs­ljósinu. Það sama má segja um unnusta hennar, Bader Shammas, sem er ekki einu sinni með Insta­gram-síðu.

Shammas og Lohan hafa verið saman í um tvö ár, en í frétt In­dependent kemur fram að hann sé hátt settur innan fjár­festinga­bankans Credit Suis­se. Shammas og Lohan kynntust í Dúbaí en þangað flutti Lohan árið 2014.