Linda Péturs­dóttir opnar sig um eigin geð­heilsu í ein­lægri færslu á sam­fé­lags­miðlinum Face­book sem hún birti í gær. Í færslunni segist hún hafa verið hugsi eftir ný­af­staðinn al­þjóð­lega geð­heil­brigðis­daginn og vilja deila reynslu sinni með því tak­marki að hún veiti ein­hverjum sem á erfitt, ljós­týru í myrkrinu.

„Sjálf hef ég farið í gegnum alls­kyns and­streymi í lífinu sem hefur haft á­hrif á geð­heilsu mína. Sem dæmi má nefna: Of­beldi; and­legt og líkam­legt, á­falla­streitu­röskun, að missa lífs­viljann, gjald­þrot og að tapa lífs­viður­værinu, vægt heila­blóð­fall. Og slatti til við­bótar sem ég nenni ekki að telja upp,“ skrifar Linda.

Linda segist ætíð hafa kosið að láta reynslu sína ekki skil­greina hver hún er og í ör­fáum orðum langi hana til að deila reynslu sinni með því tak­marki að hún veiti ein­hverjum sem á erfitt, ljós­týru í myrkrinu.

„Oft á tíðum hefur þessi reynslu­heimur minn tekið á. Um tíma fannst mér ég ekki geta meira og í kjöl­farið missti ég alla von og vildi ekki lifa lengur. En sem betur fer komst ég í gegnum það. Það er nauð­syn­legt að hafa ein­hvern sem maður getur treyst og talað við.

Ég hef ætíð lagt mikla á­herslu á að vinna í sjálfri mér og hlúa að mér. Ég veit að sama hversu erfið gangan er og hversu tor­velt það er að í­mynda sér betri tíð, þá mun sárs­aukinn minnka og það mun birta til.“

Linda segist hafa tamið sér að vera með­vituð um hugsanir sínar. „Því það eru þær sem fram­kalla til­finningar mínar. Við getum æft okkur í að breyta hugsunum okkar og smá saman breytist líðanin. Og lífið verður svo miklu betra,“ skrifar Linda.

„Munum að það sést ekki alltaf utan á fólki að því líði illa. Komum fram við sam­ferða­fólk okkar af nær­gætni og kær­leika.
Það gerir okkur öllum gott.“