Fegurðar­drottningin Linda Pé er gáttuð eftir að hafa fengið á­bendingar um það á Insta­gram síðunni sinni frá konum sem þóttu hún sýna of mikið af barmi sínum á mynd sem hún birti á miðlinum í morgun.

Linda segir frá málinu á síðunni sinni íklædd rúllukragapeysu. „Ég má til með að segja ykkur dá­lítið sniðugt. Ég pó­staði mynd hérna af mér í bláum kjól hérna í morgun af því ég er að velja kjól til þess að vera í á svona Gala kvöldi sem ég fer á í út­löndum bráðum,“ segir Linda.

Hún út­skýrir að myndin sem hún birti hafi verið tekin um hálf sjö­leytið í morgun og Linda ó­til­höfð ein­fald­lega að sýna kjólinn.

„Nú nokkrar góðar konur hafa sent mér skila­boð, einka­skila­boð hér, konur sem að þekkja mig ekki og þær hafa verið að tjá sig og segja mér það að það sjáist of mikið í brjóstin á mér. Þetta sé stuðandi og ó­þægi­legt,“ segir Linda.

„Nú veit ég ekki alveg fyrir hvern þetta er ó­þægi­legt því það er ekki ó­þægi­legt fyrir mig alla­vega. Á sama tíma þá vil ég taka það fram að ég var ekki til­höfð, ég var ein­göngu að sýna kjólinn minn. Ég var til dæmis ekki komin í brjósta­haldara, sem ég myndi að sjálf­sögðu fara í, ef ég kysi að gera svo. Ég var ekki komin í háa hæla, þannig ég var ekki til­búin eins og ég ætla að vera á kvöldinu, ég var ein­fald­lega að sýna kjólinn.“

Konur konum bestar

Linda tekur fram að hún trúi því að konur séu og verði konum bestar. „En það eru ein­hverjar konur þarna úti sem vildu láta mig vita að það sæist of mikið í barminn á mér,“ segir hún.

„Ég er nú sjálf komin af þeim skóla að ég trúi því að konur séu konum bestar og ég læt engan annan segja mér hvernig ég á að vera til­höfð, ekki nema stílistanum mínum þá. segir hún hálf hlæjandi.

Þarna var ég að sýna kjólinn minn en ein­hverjar kusu að fókusera á að það sæist of mikið af barminum á mér, sem mér finnst dá­lítið merki­legt,“ segir Linda.

Að síðustu lætur hún fylgja með myndir af nokkrum heims­frægum konum sem allar hafa sýnt á sér barminn í glæsi­legum kjólum. „Eru ekki fullt af konum úti heimi sem fara á ga­la­kvöld og leyfa að­eins að sjást í barminn á sér, ég bara spyr.“

Instagram/Skjáskot
Instagram/Skjáskot
Instagram/Skjáskot
Instagram/Skjáskot
Instagram/Skjáskot