Linda Pétursdóttir sem undanfarið hefur búið í Kaliforníu ásamt dóttur sinni hefur fundið ástina þar ytra. Í gær birti hún mynd af sér á instagram ásamt myndarlegum kanadískum karlmanni með textanum: "Hann fær mig til að hlæja dag hvern. Lífið með honum er ævintýri og heimur minn mun öruggari með hans stóru handleggi utan um mig." Parið hefur verið að hittast í dágóðan tíma en sambandið farið nokkuð hljótt hingað til. 

Hamingjuóskunum rignir yfir fegurðardrottninguna á miðlinum – nema hvað? Enda fátt fallegra en ný ást og parið glæsilegt saman!