Á­hrifa­valdurinn, matar­bloggarinn og rit­höfundurinn Linda Ben segist hafa fengið sím­tal frá lækninum sínum í gær, sem hafi verið það allra besta. Í morgun hafi hún vaknað bæði hamingju­söm og þakk­lát.

„Hún stað­festi að það sem var fjar­lægt af eggja­stokknum mínum í seinustu viku hafi verið góð­kynja,“ skrifar Linda í nýrri færslu á Insta­gram.

Linda segir það mikinn létti að fá þetta stað­fest.

„Ég er öll að koma til baka núna eftir að­gerðina. Hlakka til að fara út að hlaupa aftur og lifa heil­brigða og virka lífinu mínu sem ég elska,“ skrifar Linda.