Áhrifavaldurinn, matarbloggarinn og rithöfundurinn Linda Ben segist hafa fengið símtal frá lækninum sínum í gær, sem hafi verið það allra besta. Í morgun hafi hún vaknað bæði hamingjusöm og þakklát.
„Hún staðfesti að það sem var fjarlægt af eggjastokknum mínum í seinustu viku hafi verið góðkynja,“ skrifar Linda í nýrri færslu á Instagram.
Linda segir það mikinn létti að fá þetta staðfest.
„Ég er öll að koma til baka núna eftir aðgerðina. Hlakka til að fara út að hlaupa aftur og lifa heilbrigða og virka lífinu mínu sem ég elska,“ skrifar Linda.