Áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir og kírópraktorinn vinsæli Guðmundur Birkir Pálmason, eða Gummi kíró eins og hann er kallaður, eru nýjasta parið.

Lína gerði samband þeirra opinbert á Instagram-síðu sinni í gær. „Ég er ekki frá því að ég haldi mig við þennan!“ segir Lína við fallega mynd sem hún birti af sér með Gumma. „Allavega í einhvern smá tíma,“ segir hún svo í léttum tón.

Lína hætti með sínum fyrrverandi kærasta Elmari Erni Guðmundssyni í lok október í fyrra en Gummi er fráskilinn.