Lína Birgitta Sigurðardóttir og Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, eru án nokkurs vafa eitt glæsilegasta par landsins.

Bæði hafa þau flottan fatasmekk og þykir fátt skemmtilegra en að þræða tískuverslanir erlendis og njóta góðra veitinga, ef marka má myndir á samfélagsmiðlum.

Samkvæmt álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem lögð hefur verið fram námu laun Guðmundar, sem er lærður kírópraktor og framkvæmdastjóri Kírópraktorstöðvar Reykjavíkur, tæplega 1,1 milljón króna á mánuði í fyrra. Mánaðarlaun Línu Birgittu voru hins vegar öllu lægri, eða rétt um 370 þúsund krónur.

Lína er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins og hún rekur eigið fyrirtæki, Define the Line.

Saman stofnuðu þau einnig merkið Moxen Eyewear í sumar og gáfu út fyrstu sólgleraugnalínuna í júlí. Þau eru einnig að vinna í því að opna rými fyrir atvinnurekendur, eða „business pad“ eins og þau kalla það.

Miðað við greitt útsvar á síðasta ári má ætla að mánaðarlegar tekjur Gumma árið 2021 séu 1.084.097 kr. á mánuði og Línu Birgittu séu 370.109 kr. á mánuði.

Til samanburðar var Gummi með 1.221.368 kr. á mánuði í tekjur árið 2020 en Lína Birgitta var með 413.720 kr.

Frétta­blaðið mun í sam­starfi við DV birta fréttir úr á­lagninga­skrá Ríkis­skatt­stjóra sem munu birtast í dag og næstu daga.