Athafnakonan og áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir opnaði sig á Instagram í gær um erfiðleikana við að byggja upp fyrirtæki og halda úti rekstri ein. Lína er eigandi Define The Line, þar sem hún hannar og selur meðal annars íþróttafatnað.

Lína er þekkt fyrir að kaupa sér fallegar flíkur og fylgihluti frá virtustu tískuhúsum heims og leyfa fylgjendum sínum á Instagram að sjá hlutina sem hún kaupir hverju sinni.

„Ég hef unnið svo hörðum höndum að öllu mínu og þið megið alveg vita að ég kem ekki af ríkri fjölskyldu,“ segir Lína í færslu á Instagram og bætir við að hún hefur unnið fyrir sjálfri sér síðan hún var unglingur.

Lína segir frá því að hún hefur fengið fjöldan allan af skilaboðum þar sem fólk hefur ranghugmyndir um hana og halda hún sé rík pabbastelpa.

„Vá. ég er nýbyrjuð að fylgja þér og veit ekkert um þig og hélt mér til skammar að þú værir bara einhver rosa rík pabbatelpa sem gerði ekkert nema að dúlla sér og eyða pening í merkjavörur. Fyrirgefðu að ég hafði þessa fordóma fyrir þér. Eins og 10 ára sýnir mínir myndu segja: respect,“ stendur í skilaboðum frá einum fylgjanda.

Lína minnir fólk að dæma ekki aðra fyrirfram og vera góð hver við annað, þar sem ekki er hægt að vita hvað næsti maður er að eiga við í sínu lífi.

Þá er Lína sjálf með ólæknandi sjúkdóm og fer í lyfjagjöf á sex vikna fresti.

„Sjúkdómurinn bitnar mikið á lífinu mínu þótt þið sjáið það ekki, því þið sjáið bara max fimm prósent af lífinu mínu hérna í gegn. Þeir sem þekkja mig hvað mest vita að ég læt lítið sem ekkert stoppa mig og hef oftar en ekki óbilandi trú á hlutunum,“ segir Lína en hún er með meltingarsjúkdóm.

Mynd/Skjáskot