Bresk­a leik­kon­a Lily Jam­es hef­ur loks tjáð sig um mynd­ir sem birt­ust af henn­i í fyrr­a þar sem sam­land­i henn­ar, leik­ar­inn Dom­in­ic West, lét vel að henn­i á veit­ing­a­stað í Róm. Sá er gift­ur en á mynd­un­um sást hann strjúk­a henn­i um hár­ið og at­hygl­i vakt­i að hann var ekki með gift­ing­ar­hring. Jam­es hafð­i fyrr á ár­in­u sleg­ið sér upp með band­a­rísk­a leik­ar­an­um Chris Evans, sem þekkt­ast­ur er fyr­ir hlut­verk Capt­a­in Amer­ic­a.

Í við­tal­i við bresk­a dag­blað­ið Gu­ar­di­an sagð­i Jam­es að hún vild­i ekki tjá sig um mál­ið en hefð­i mik­ið um það að segj­a. Nú væri hins veg­ar ekki tím­inn til þess..

Da­il­y Mail birt­i mynd­irn­ar og í frétt blaðs­ins kom fram að Jam­es og West hefð­u eytt tveim­ur nótt­um á lúx­us­hót­el­in­u Hot­el de la Vil­le. Viku síð­ar voru birt­ar fleir­i mynd­ir þar sem þau sást í faðm­lög­um og fregn­ir bár­ust af því að þau hefð­u knús­ast og kysst hvort ann­að í flug­i frá Róm til Bret­lands.

Jam­es og West leik­a feðg­in í nýrr­i ser­í­u frá BBC sem ber heit­ið Purs­u­it of Love. Sam­kvæmt heim­ild­ar­mann­i US We­ekl­y voru þau að daðr­a á sett­i og West ó­hrædd­ur við að láta vel að henn­i, svo mik­ið að ein­hverj­ir velt­u fyr­ir sér hvort hann hefð­i leyf­i til að leit­a út fyr­ir hjón­a­bands­sæng­in­a. Hann hef­ur ver­ið gift­ur C­at­her­in­e Fitz­Ger­ald síð­an árið 2010 og eiga þau fjög­ur börn sam­an.

Eftir að fyrst­u mynd­irn­ar af Jam­es og West birt­ust stillt­i West sér upp með eig­in­kon­u sinn­i fyr­ir ljós­mynd­ur­um og kysst­ust fyr­ir utan heim­il­i þeirr­a. Þau létu blað­a­menn einn­ig fá miða þar sem stóð að hjón­a­band þeirr­a væri traust og þau væru sann­ar­leg­a enn gift.

Jam­es hef­ur ekki ver­ið við eina fjöl­in­a felld und­an­far­ið og sést hef­ur til henn­ar úti að borð­a með Dom­in­ic Co­op­er, sem lék með henn­i í kvik­mynd­inn­i Mamm­a Mia! í nóv­emb­er. Í febr­ú­ar sást hún kyss­a Mich­a­el Schum­an, bass­a­leik­ar­a hljóm­sveit­ar­inn­ar Qu­e­ens of the Ston­e Age.