Breska leik­konan Lily James var í á­falli þegar hún áttaði sig á því að kos­sa­myndir af henni og Dominic West höfðu birst á blöðum er­lendra slúður­miðla á dögunum, að því er fram kemur á vef slúður­miðilsins Perez­Hilton.

Líkt og fram hefur komið vakti það heims­at­hygli á dögunum þegar myndirnar af þeim Lily og Dominic fóru í dreifingu þar sem þau gerðu vel að hvort öðru í Rómar­borg. Dominic enda giftur maður en bæði hafa þau full­yrt að ekkert sé í gangi.

West hélt raunar undar­legan blaða­manna­fund í kjöl­farið á tröppum húss síns í London, á­samt eigin­konu sinni C­at­herine Fitz­gerald. Þar héldu þau á miða þar sem á stóð að þau væru enn saman.

Sam­kvæmt heimildar­manni er­lendra slúður­miðla sem sagður er vera góð­vinur leik­konunnar, var hún í alveg jafn miklu á­falli og aðrir við að sjá myndirnar. „Dominic og konan hans vildu sýna sam­einaðan front. En Lily og C­at­herine voru báðar í á­falli vegna myndanna. Þetta hefur haft slæm á­hrif á sam­band Lily og Dominic, bæði í vinnunni og á per­sónu­legu nótunum.“

Fram kemur í frétt Perez­Hilton að Lily hafi ekkert tjáð sig við fjöl­miðla eftir að myndirnar birtust. Hún hafi meðal annars hætt við að koma fram á ýmsum blaða­manna­fundum vegna Net­flix myndarinnar sinnar Rebec­ca.

Í nýjasta við­talinu við leik­konuna hafði hún sagt um eigin stráka­mál: „Ekki vera með stráka á heilanum. Hangið með stelpu­vin­konum ykkar.“

Fréttablaðið/Getty
Fréttablaðið/Getty
Fréttablaðið/Getty