Slúður­miðlar ytra halda því nú fram að leik­konan Lily James gæti hafa átt þátt í skilnaði leikarans Armi­e Hammer. Þau Lily og Armi­e léku aðal­hlut­verkin í kvik­myndinni Rebec­ca og er sagt að það hafi verið hlýtt þeirra á milli við tökur myndarinnar.

Sam­kvæmt heimildum Daily Mail hefur hjóna­band Armi­e og eigin­konu hans, Eliza­beth Cham­bers, verið á hraðri niður­leið síðan Eliza­beth upp­götvaði smá­skila­boð frá dular­fullri konu. Ást­ríðu­full skila­boðin voru undir­rituð af „Adeline.“

Við tökur á kvik­myndinni Rebec­ca var Lily nefnd Adeline í hand­ritum sem var út­hlutað dag­lega við tökur, þá stóð einnig Adeline á hjól­hýsi hennar. Heimildar­menn Daily Mail segja leik­konuna í­trekað hafa daðrað við Armi­e við tökur myndarinnar en þau léku par í myndinni.

Sendi kynferðisleg skilaboð á vitlausa konu

Eliza­beth er sögð hafa verið harmi slegin eftir að hafa komist á snoðir um skila­boðin frá Adeline. Það sem gerði síðan út­slagið voru kyn­ferðis­leg skila­boð sem Eliza­beth fékk frá Armi­e en hún var viss um að skila­boðin hafi ekki verið ætluð henni. Hjónin til­kynntu um skilnað sinn í júlí síðast­liðinn.

Ekki er ýkja langt síðan Lily rataði í fjöl­miðla vegna á­líka máls en myndir af henni og giftum með­leikara hennar, Dominic West, rötuðu á for­síður götu­blaða víða. Á myndunum sést Dominic kyssa leik­konuna ást­úð­lega á kaffi­húsi í Róm.