Lilja Al­freðs­dóttir, menningar­mála­ráð­herra af­hjúpaði í dag inn­setningu til heiðurs barna­bóka­höfundum og verkum þeirra, í Borgar­bóka­safninu í Grófinni.

Í til­kynningu um verkið segir að með því sé ljósi beint að þeirri mikil­vægu bók­mennta­grein sem barna­bók­menntir. Verkinu sé ætlað að þakka barna­bóka­höfundum fyrir ó­metan­legt fram­lag sitt til menningar og sam­fé­lags.

„Barna­bók­menntir eru oft fyrsta snerting barnsins við heim menningar og lista og skapar rætur fjöl­breyttra blóma sem blómstra í börnunum okkar og eru mikil­vægur hlekkur í skapandi og gefandi upp­eldi. Undan­farin ár hafa stjórn­völd lagt aukna á­herslu á að styðja við barna­bók­menntir og hefur út­gáfa á barna­bókum stór­aukist í kjöl­farið. Við eigum barna­bóka­höfundum mikið að þakka fyrir að auðga barn­æsku okkar og sam­fé­lag. Við þá vil ég segja kærar þakkir,“ er haft eftir Lilju í til­kynningunni.

Inn­setningin er risa­stórt rúm þar sem fólk getur lagst uppí, breytt yfir sig risa­sæng, hjúfrað sig í risa­kodda og valið sér barna­bók til að hlusta á eða lesa.

„Þannig viljum við að full­orðnir geti að nýju upp­lifað sig sem barn í öruggi stóra rúmsins, látið lesa fyrir sig og leitað í hlýjar minningar æskunnar. Fundið fyrir öryggi, hlýju og yndi þess að láta lesa fyrir sig sögur og ljóð,“ segir í til­kynningunni um verkið.

Um er að ræða sam­starfs­verk­efni menningar- og við­skipta­ráðu­neytisins og Borgar­bóka­safns. Höfundur verksins er Svan­dís Dóra Einars­dóttir og hönnuðir eru þau Tanja Levý og Jökull Jóns­son.

Til­gangur Segðu mér sögu er að vekja fólk til um­hugsunar um mikil­vægi barna­bók­mennta og hvetja til þess að fólk gefi sér og börnum sínum mikil­vægan tíma með því að lesa fyrir þau og hvetja þau til að lesa sjálf.

Hægt verður að njóta verksins til 7. maí.