Ekki er út­lit fyrir að Harry og Meg­han, her­toga­hjónin af Sus­sex, skíri fjögurra mánaða gamla dóttur sína Lili­bet í enskri kirkju en Archie sonur þeirra var skírður í Windsor­kastala þann 6. júlí 2019. Þá vakti at­hygli að Elísa­bet drottning og Filipus drottninga­maður voru ekki við­stödd.

„Það verður ekki skírn í Bret­landi. Það er ekki að fara að gerast,“ segir heimildar­maður breska dag­blaðsins Telegraph innan konungs­fjöl­skyldunnar.

Fyrir skömmu stað­festi tals­kona Harry og Meg­han að þau ætluðu ekki að fara til Bret­lands í veislu til heiðurs Díönu prinsessu, móður Harry.

Talið er að Lili­bet verði skírð í banda­rískri kirkju, að öllum líkindum í Kali­forníu þar sem fjöl­skyldan býr, hugsan­lega af Michael Curry biskup sem predikaði í brúð­kaupi her­toga­hjónanna í Windsor­kastala árið 2018. Skírn er ekki skil­yrði fyrir því að Lili­bet fari í erfða­röð bresku krúnunnar en hún er sú áttunda í röðinni. Þó geta kaþólikkar ekki tekið við krúnunni.

Tals­maður bresku biskupa­kirkjunnar vildi ekki tjá sig um málið við fjöl­miðla og tals­kona her­toga­hjónanna sagði að enn væri unnið að skipu­lagningu skírnarinnar og full­yrðingar um að búið væri að á­kveða um hvernig staðið verður að henni væru ekki á rökum reistar.