„Ég er stolt tví­kyn­hneigð kona,“ skrifaði leik­konan Lili Rein­hart á sögu­svæði á Insta­gram sínu í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem leik­konan tjáir sig opin­ber­lega um kyn­hneigð sína en hún hyggst ganga í LGBTQ+ göngunni fyrir Black Lives Matter í Hollywood.

Hún hvatti fylgj­endur sína til að taka þátt í mót­mælunum í gær og stuðning í verki. Um er að ræða eina af fjölda mót­mæla­göngum sem fara fram í Banda­ríkjunum vegna dauða Geor­ge FLoyd og kerfis­bundins of­beldis sem svart fólk verður fyrir í landinu.

Til­kynning Rein­hart berst að­eins fáum dögum eftir að hún og fyrr­verandi kærasti hennar, leikarinn Cole Sprou­se, til­kynntu að þau hefðu slitið sam­bandi sínu. Parið hafði verið saman í um þrjú ár og leikið par í þátta­röðinni River­da­le.

Mynd/Instagram