Gunnar Smári Egils­son er nýjasti gesturinn í Pod­casti Sölva Tryggva­sonar. Gunnar Smári, sem er þraut­reyndur blaða­maður, út­gefandi og rit­stjóri, lýsir því í þættinum hvernig hann kom illa nes­taður út úr æskunni:

,,Ég er alinn upp við fá­tækt, en líka alko­hól­isma föður míns og ég er meira brenndur af því, heldur en fá­tæktinni. Eins og mörg börn sem alast upp í fá­tækt, áttar maður sig ekki á því hvað maður er fá­tækur. Ég man eftir skömm yfir því að eiga ekki ný föt og vera í bættum fötum af bræðrum mínum, í skóm með götum og að vera alltaf votur í fæturna.

Ég kem út úr æskunni illa nes­taður og með mikla skömm yfir bæði fá­tæktinni og sjúk­dóm föður míns. En mér finnst það vera meira tengt alkó­hól­ismanum, af því að ég var oft með föður mínum þegar hann var drukkinn og hefðu þurft að fá að­stoð, en fékk bara hlátur og fleira þess háttar. Ég man eftir senum þar sem hann lá í jörðinni og fólk gekk bara yfir hann og hló og ég hef örugg­lega þróað með mér ótta við múginn út frá þessum at­vikum. Hann sótti okkur edrú, en svo bara datt hann í það og ég man eftir furðu­legum senum, í bíói, Við­eyjar­ferjunni og tjaldi á Lauga­vatni. Ég held að ef fólk sæi 6-7 ára gamalt barn í þessum að­stæðum með for­eldri sínu í dag myndi það koma og hjálpa. En á þessum tíma var þetta bara eins og heimilis­of­beldi og fleira, þetta var bara einka­mál.”

Gagnrýndi messur á Rás 1

Gunnar Smári hefur gert gífur­lega margt á fjöl­miðla­ferlinum. Eitt af því á­huga­verðara var messu­gagn­rýni sem hann hélt úti á RÚV:

,,Ég var með messu­gagn­rýni á RÁS 1, þegar Ævar var að byrja með Víð­sjá. Þá fór ég í kirkju á sunnu­dögum og kom með gagn­rýni á mánu­dögum. Maður fór í kirkjuna og ég fjallaði um bygginguna og inn­réttinguna og svo var sungið og presturinn hélt ræðu og ég kom með gagn­rýni á það líka. Mér fannst þetta gaman, en messurnar fengu mis­jafna dóma. Ég held að ég hafi ekki fjallað jafn­vel um neina predikun eins og þá sem ég fór á í Fíla­delfíu-söfnuðinum.

Mér fannst það snilldar­lega fram­sett og efnið mjög á­gengt um hlut­verk þess sem er að leiða söfnuðinn og mér fannst þetta til­vistar­legt meistara­verk. Svo voru við­lög í þessu og þetta var frá­bær­lega fram­sett og stór­kost­legur ,,per­for­mans”. Svo fór ég í bíl­skúr við Snorra­braut þar sem var maður sem hafði verið af­leysingar­prestur á Sel­tjarnar­nesi.

Hann talaði yfir söfnuðinum á Nesinu og sagði að lík­lega myndi meiri­hlutinn af þessu fólki fara til hel­vítis! Þannig að hann var látinn fara og stofnaði lítinn söfnuð og var með messur í bíl­skúr og ég var sá fimmti sem sat og hlustaði. Hann braut rún­stykki og gaf fólkinu. Líkami krists var rún­stykki úr Björns­bakaríi. Það sem ég lærði á þessu verk­efni var að kirkjan er yfir­leitt alltaf opin fyrir fólk sem er ekki vel­komið annars staðar og passar hvergi inn.”

Segir fjölmiðlaumhverfi hafa breyst í valdatíð Davíðs

Gunnar Smári segir að fjöl­miðla­um­hverfi Ís­lands hafi á vissan hátt breyst í valda­tíð Davíðs Odds­sonar:

,,Davíð Odds­son upp­lifði að allt fjöl­miðla­um­hverfi landsins væri á móti honum, eins og Donald Trump....þeir byrja að koma sínu fólki inn í Ríkis­út­varpið og frá 1991 hafa allir út­varps­stjórar farið þangað inn með sam­þykki Sjálf­stæðis­flokksins.

Hannes Hólm­steinn sagði mér það og hreykti sér af því í kringum alda­mótin að það hefði aldrei verið ráðinn maður inn á Ríkis­út­varpið án þess að hann hefði blessað það. Þeir ætluðu ekki að lenda í því að þarna væru ein­hverjir kommún­istar. Svo var eitt trixið að sam­eina frétta­stofur út­varpsins, sem var alltaf pínu­lítið til vinstri og frétta­stofu sjón­varpsins. "

Í þættinum ræða Sölvi og Gunnar um feril Gunnars Smára, ís­lenska fjöl­miðla í gegnum tíðina, sam­fé­lags­gerðina, fá­tækt á Ís­landi og margt fleira.