Nýjasta bók Gerðar Krist­nýjar, Urta, segir frá konu sem tekst á við lífs­bar­áttuna og missi hér á Ís­landi fyrir um hundrað árum síðan.

„Sam­band mannsins við náttúruna og sam­band mannsins við dýrið,“ segir Gerður Krist­ný um um­fjöllunar­efnið. „Við erum í raun undir­seld sömu kröftum og sömu lífs­bar­áttunni. Svo lifum við núna á um­brota­tímum. Það er margt að breytast, eins og hug­myndir okkar um tungu­málið og þjóð­erni og kyn. Þá getur verið rosa­lega gott að skríða inn í for­tíðina og dvelja þar,“ segir Gerður.

„Þú sérð líka þegar litið er yfir hvað verið er að skrifa núna, þá eru rit­höfundar mjög mikið í for­tíðinni. Bæði í ár og í fyrra og ég held að við séum bara að­eins að bíða af okkur. Við erum í vari á meðan um­brotin ganga yfir og á meðan við lærum inn á nýjan veru­leika.“

Hófst með drep­sótt

Bókina byggir hún á langa­lang­ömmu sinni, Sig­ríði Jóns­dóttur, sem fæddist árið 1845 og bjó á Stóra-Fjarðar­horni í Kolla­firði á Ströndum. Um til­urð bókarinnar segir Gerður að eins og svo margt sem varð til á tímum far­sóttarinnar hafi ferlið byrjað með veikindum.

„Það brast á með drep­sótt hjá mér og þá lögðust öll ferða­lög niður en ég var vön að fara í upp­lestrar­ferðir til út­landa og geta lesið upp í skólum og stofnunum.“

Í fyrstu bölvaði hún far­aldrinum en byrjaði svo að sjá í þeim ljósa punkta. „Fyrst var þetta frekar leiðin­legt á­stand en svo áttaði ég mig á því að nú gat ég loksins gert allt sem ég hafði ekki haft tíma til að gera.“

Hún hafi brátt treyst sér í ferða­lög að nýju sem leiddi til heim­sóknar á kunnug­legar slóðir.

„Ég fékk inni í í­búðinni fyrir ofan Spari­sjóð Stranda­manna á Hólma­vík og var þar í tíu daga. Á­kvað þá að yrkja loksins um langa­lang­ömmu mína. Hún átti ní­tján börn og var ljós­móðir og hún missti fótinn og hún missti manninn sinn, á­samt því að missa nokkur börn.“

Gerður segir að ein sagan um for­móðurina hafi verið stór­furðu­leg.

„Ég hafði heyrt þessa furðu­legu sögu af henni sem mér finnst ó­skiljan­leg. Að ein­hvern tímann kom hún heim til sín og sagðist ekki geta lengur unnið sem ljós­móðir vegna þess að hún hefði hjálpað urtu að kæpa,“ segir hún.

Selir voru áður á­litnir við­sjár­verðar og dular­fullar verur sem oft rötuðu í þjóð­sögur. Gerður segir þó ekki ljóst hvers vegna björgunar­að­gerðin hafi leitt til þess að hún ætlaði að segja starfi sínu lausu.

„Þetta er eitt­hvað tengt þjóð­sögunum um seli, að þeir séu ó­hreinar verur og að maður ætti ekki að koma of ná­lægt þeim. Nema þetta hafi bara verið hennar leið til að segja að hún væri þreytt og lúin og fyndist bara vera nóg komið. Nú gætu aðrar ljós­mæður tekið við héraðinu,“ segir hún og bætir við að selir séu gæddir eigin­leikum sem mann­fólkið tengi við.

„Það er talað um að selirnir hafi augu drukknaðra sjó­manna og einnig er sagt að selurinn hafi manns­augu. Við finnum alltaf ein­hverja tengingu við selinn.“

Það er talað um að selirnir hafi augu drukknaðra sjó­manna og einnig er sagt að selurinn hafi manns­augu. Við finnum alltaf ein­hverja tengingu við selinn.

Urta er fjórði ljóðabálkur Gerðar en áður hafa komið úr bálkarnir Blóðhófnir, Drápa og Sálumessa.
Kápa/Forlagið

Úr Urtu

Hel

vindur sér inn

um hélaðar dyr

dvelur lengi

velur stelpu

gerir frost­mark

á fölt enni

felur mér

gröfina

gapandi kok

Harð­neskju­legar að­ferðir

Þessi tenging okkar við selinn hafi þó ekki stoppað okkur frá því að hafa nytjar af dýrunum, enda geti allt verið hey í harðindum.

„Ég las upp á Sauð­fjár­setrinu á Ströndum um daginn. Þar hitti ég mann sem sagði að maður þyrfti að herða sig fyrir sela­veiðarnar. Þá hugsaði ég hvað hann ætti nú eigin­lega við en svo segja svona menn yfir­leitt aldrei neitt meira. En hann sagði mér að þær veina, mömmurnar. Kóparnir festast í netinu og voru oft lifandi þegar komið var að. Mæðurnar eru þarna ná­lægt þegar komið er að og þær veina þegar þeim er slátrað,“ segir Gerður og bætir við að þær að­ferðir sem notaðar voru áður þyki í dag nokkuð harð­neskju­legar.

„Bændurnir voru vanir að slátra kópunum með árunum. Mamma fór einu sinni með pabba sínum en sagðist aldrei ætla aftur. Vegna þess að kóparnir fundust svo oft lifandi og þá var bara árin gripin.“

Gerður segir að hennar upp­lifun af selum sé allt önnur. Hún lýsir þeim sem for­vitnum og fullum af per­sónu­leika.

„Ég sé selina meðal annars í Skerja­firðinum og þeir eru líka sjáan­legir á Sel­tjarnar­nesinu. Þeir eru bara svo for­vitnir og það er svo mikill karakter í þeim. Þeir mæta svona og kíkja á hvað sé í gangi. Svo ef maður fer niður í fjöru og syngur að­eins þá mæta þeir strax.“