Sem betur fer grípu viðskiptavinir ekki í tómt því þeir gátu valið sér aðra gómsætar samlokur í staðinn. Hér má sjá fréttina sem birtist á vef Fréttablaðsins í gær.

,,Við ákváðum að brydda upp á einhverju skemmtilegu í tilefni af 1. apríl og þá kom þessi hugmynd með lifrarsamlokuna. Það komu allmargir viðskiptavinir til okkar í gær sérstaklega til að bragða á lifrarsamlokunni en tóku aprílgabbinu vel og fengu sér aðrar gómsætar samlokur í staðinn. Þetta grín okkar fór bara nokkuð vel í viðskiptavini, alla vega fór enginn ósáttur frá okkur svo ég viti," segir Unnur Guðríður Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon.