Hvað er að frétta?

„Heyrðu ókei , ég náttúru­lega út­skrifaðist úr Kvennó 2015… nei … djók,“ segir sam­fé­lags­miðla­stjarnan Bryn­dís Líf hlæjandi.

„Ég var sem sagt að út­skrifast úr sál­fræði í vor og fékk vinnu sem teymis­stjóri strax eftir nám í í­búða­kjarna fyrir fatlað fólk. Þannig að það er bara geggjað að frétta! Ég var líka í örvunar­skammti í morgun, eftir að hafa farið í Jans­sen á sínum tíma,“ segir Bryn­dís og segist ekki finna fyrir neinum ein­kennum. „Ég er alveg góð eins og er. So far so good!“

Hvernig gengur Insta­gram- og sam­fé­lags­miðla­stjörnu­lífið?

„Heyrðu, ég náttúru­lega hata allt svona stjörnu­líf­skjaft­æði,“ segir Bryn­dís hlæjandi. „Nei, nei, æ, ég veit það ekki. Ég datt bara smá út úr þessu í Co­vid. Bara fékk smá leið á þessu og maður fær smá ógeð og þarf smá hlé,“ segir Bryn­dís Líf. Hún er á­nægð með þá á­kvörðun.

„En ég poppa alveg inn sko og mér finnst alveg gaman að detta inn á þetta stundum, skilurðu. En ég er ekki eins dug­leg og ég var sko. Og maður eldist bara ein­hvern veginn og ég veit það ekki. Lífið tekur við finnst mér. Klára námið og vera í þessari vinnu, maður er náttúru­lega loksins kominn í 100 prósent vinnu og svona og ég er bara að vinna á fullu.“ Bryn­dís segist vera að safna sér fyrir íbúð.

„Ég er sem sagt að leigja í Vestur­bænum núna. Ekkert eitt­hvað geggjað spennandi líf sko,“ segir hún hress í bragði. „Ég er í mjög góðum gír. Ég er í góðu jafn­vægi, miðað við að­stæður í sam­fé­laginu og svona.“