Leik­hús
Ásta
Þjóð­leik­hús­ið- Kass­inn
Hand­rit og leik­stjórn: Ólaf­ur Egill Egils­son
Leik­ar­ar: Birg­itt­a Birg­is­dótt­ir, Aðal­björg Þóra Árna­dótt­ir, Gunn­ar Smár­i Jóh­ann­es­son, Oddur Júl­í­us­son, Hák­on Jóh­ann­es­son og Stein­unn Arin­bjarn­ar­dótt­ir
Hljóm­sveit: Guð­mund­ur Óskar Guð­munds­son, Matt­hild­ur Haf­lið­a­dótt­ir, Rögn­vald­ur Borg­þórs­son og Svan­hild­ur Lóa Berg­sveins­dótt­ir
Tón­list: Guð­mund­ur Óskar Guð­munds­son og Matt­hild­ur Haf­lið­a­dótt­ir
Leik­mynd: Sig­ríð­ur Sunn­a Reyn­is­dótt­ir
Bún­ing­ar: Sig­ríð­ur Sunn­a Reyn­is­dótt­ir og Sig­ur­björg Stef­áns­dótt­ir
Lýs­ing: Hall­dór Örn Óskars­son
Mynd­bands­hönn­un: Stein­ar Júl­í­us­son


„Stig­a­op­ið gein við mér kol­svart, til­bú­ið að gleyp­a mig lif­and­i. Ég fann, að það hafð­i botn ein­hvers stað­ar langt niðr­i.“ – Svo skrif­að­i Ásta Sig­urð­ar­dótt­ir í Sunn­u­dags­kvöld til mán­u­dags­morg­uns, sem kom út í tím­a­rit­in­u Líf og list árið 1951. Ásta, frum­sýnd í Þjóð­leik­hús­in­u síð­ast­lið­inn föst­u­dag, er sýn­ing byggð á lífs­hlaup­i þess­ar­ar merk­i­leg­u list­a­kon­u sem lauk allt­of snemm­a, stig­a­op­ið beið henn­ar og gleypt­i.
Skiss­ur úr lífi

Ólaf­ur Egill Egils­son leik­stýr­ir og skrif­ar leik­gerð­in­a. Hand­rit­ið skort­ir lit­brigð­i og raun­ver­u­leg­a dýpt, hér er of mik­il á­hersl­a lögð á fram­vind­u, frek­ar en túlk­un á at­burð­um. Að­stæð­ur eru út­skýrð­ar en ekki svið­sett­ar. Mynd­ræn fram­setn­ing á Sunn­u­dags­kvöld til mán­u­dags­morg­uns er eft­ir­minn­i­leg­ast­a sena sýn­ing­ar­inn­ar og lýs­and­i dæmi um þá túlk­un­ar­mög­u­leik­a sem líf og list Ástu hef­ur að geym­a. Einn­ig koma fram á­hug­a­verð­ar hug­mynd­ir um hvað er satt og hvað ekki; er eðli bæj­arsl­úð­urs­ins öðr­u­vís­i held­ur en af­neit­un ein­stak­lings­ins á eig­in gjörð­um? Ólaf­ur er fær leik­stjór­i, en hon­um tekst ekki að brjót­ast frá eig­in höf­und­ar­verk­i.

Tit­il­hlut­verk­ið, Ásta Sig­urð­ar­dótt­ir, er leik­ið af Birg­itt­u Birg­is­dótt­ur, en hún hef­ur ver­ið á góðr­i sigl­ing­u síð­ust­u miss­er­i og bregst ekki bog­a­list­in hérn­a. Í henn­ar túlk­un er Ásta drif­in á­fram af sköp­un­ar­kraft­i og ást­ríð­u, fyr­ir list­inn­i og ást­inn­i. Ögrand­i nær­ver­a henn­ar dreg­ur til sín að­dá­end­ur en flest­ir þeirr­a stopp­a stutt við. Birg­itt­a skil­ur að und­ir niðr­i kraum­ar rís­and­i ör­vænt­ing og stjórn­leys­i, en nær ekki að koma lok­a­augn­a­blik­un­um næg­i­leg­a vel til skil­a.

Of marg­ar auk­a­per­són­ur ferð­ast um svið­ið, mann­eskjur sem á­horf­end­ur fá sjald­an að kynn­ast af ein­hverr­i dýpt, held­ur frem­ur í gegn­um ein­staka fras­a. Per­són­ur tala að auki í yf­ir­lýs­ing­um og út­skýr­ing­um, sem ger­ir leik­ur­un­um ekki auð­velt fyr­ir. Aðal­björg Árna­dótt­ir sýn­ir ör­ugg­an leik í hlut­verk­um sín­um, þá sér­stak­leg­a sem Þór­ann­a, móð­ir Ástu, og Stef­án Hörð­ur Gríms­son. Oddur Júl­í­us­son er eft­ir­minn­i­leg­ur sem at­óm­skáld­ið Jón­as Svaf­ár, en fær ekki úr mikl­u að moða þess utan.

Hák­on Jóh­ann­es­son ger­ir sér mat úr Elí­as­i Mar og næm­ur leik­ur hans ger­ir Geir Kristj­áns­son að full­skap­aðr­i per­són­u, full­um af hrok­a en líka sárs­auk­a. Gunn­ar Smár­i Jóh­ann­es­son japl­ar á hlut­verk­i Stein­gríms Sig­urðs­son­ar, kannsk­i af of mikl­um móð og Þor­stein­i frá Hamr­i kynn­ast á­horf­end­ur sár­a­lít­ið. Stein­unn Arin­bjarn­ar­dótt­ir stíg­ur hér sín fyrst­u skref í Þjóð­leik­hús­in­u og stendur sig með prýð­i, þá sér­stak­leg­a í hlut­verk­i Odd­nýj­ar, syst­ur Ástu.

Ó­reið­a á strig­a

Leik­mynd­a- og bún­ing­a­hönn­un er í hönd­um Sig­ríð­ar Sunn­u Reyn­is­dótt­ur, en bún­ing­an­a vinn­ur hún með Sig­ur­björg­u Stef­áns­dótt­ur. Leik­mynd­in er eins og sam­an­safn af hug­ar­brot­um Ástu og nýt­ur sín vel í Kass­an­um, en verð­ur stund­um of þung­lam­a­leg þeg­ar leik­ar­arn­ir þurf­a að færa hana til. Bún­ing­arn­ir eru á­ferð­ar­fagr­ir, þá sér­stak­leg­a bún­ing­ar Ástu sem eru hver öðr­um glæs­i­legr­i, kannsk­i of glæs­i­leg­ir mið­að við sam­fé­lags­stöð­u henn­ar. Tón­list­in er hljóm­þýð en text­arn­ir eru tekn­ir upp úr skáld­skap Ástu. Hug­mynd­in er prýð­is­góð en er samt ekki fund­inn næg­i­leg­a góð­ur stað­ur í sýn­ing­unn­i. Matt­hild­ur Haf­lið­a­dótt­ir syng­ur lag­leg­a en hljóm­sveit­in stimpl­ar sig ekki næg­i­leg­a vel inn og túlk­un á ljóð­un­um þyrft­i að vera meir­a ögr­and­i, eins og kon­an sjálf.

Lífs­hlaup Ástu Sig­urð­ar­dótt­ir var á­tak­an­legt, en þess­a sýn­ing­u skort­ir til­finn­an­leg­a átök. Nálg­un­in eins­korð­ast við að segj­a frá frek­ar en að túlk­a og fátt nýtt kem­ur upp á yf­ir­borð­ið, í hand­rit­i sem þyrft­i að stytt­a. Á­horf­end­ur kynn­ast auk­a­per­són­um verks­ins lít­ið og leik­ar­ar sitj­a uppi með sýn­is­horn af per­són­um frek­ar en heild­stæð­ar mann­eskjur. Sýn­ing­in er upp á sitt best­a þeg­ar hún end­ur­spegl­ar skáld­skap Ástu, frek­ar en að mata á­horf­end­ur með fróð­leiks­mol­um um líf henn­ar.

Nið­ur­stað­a: Birg­itt­a ber af í hlut­verk­i Ástu, en sýn­ing­un­a skort­ir dýpt.