Lífið

Lifa í voninni að Kári yfirgefi Herjólfsdal

Gífurleg stemning er í Herjólfsdal þar sem Brekkusöngur hefst nú á næstu mínútum. Hvesst hefur í dag og hefur Veðurstofa gefið út gula viðvörum fyrir Suðurland.

Gífurleg stemning hefur verið síðustu daga. Mynd/Gunnar Ingi

Gífurleg stemning er í Herjólfsdal á síðasta kvöldi Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum þetta árið. Veður hefur þó ekki verið með besta móti í dag, en Veðurstofa hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland. Bætt hefur töluvert í vind og eru það því kappklæddir landsmenn sem hafa komið sér fyrir í brekkunni í Herjólfsdal fyrir Brekkusönginn svokallaða sem hefst hvað úr hverju. Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, stýrir Brekkusöngnum í kvöld líkt og síðustu ár.

Dóra Björk Gunnarsdóttir, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir segir stemninguna í dalnum vera ólýsanlega. Mikil dagskrá hefur verið í kvöld og eru tónlistarfólkið Salka Sól Eyfeld, Hreimur og Jóhanna Guðrún meðal þeirra sem stigið hafa á svið í kvöld. 

„Það þyrfti að verðlauna þessa gesti hvað þau eru dugleg að mæta í brekkuna. Við erum búin að eiga frábæra kvöldstund hérna,“ segir Dóra í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er bara góð Þjóðhátíð.“

Líkt og fyrr segir hefur veður ekki verið með besta móti í dag. Dóra kveðst þó ekki telja að slíkt angri Þjóðhátíðargesti eða vont veðurfar hafi áhrif á Brekkusönginn, sem er vinsæll viðburður á hverju ári. „Það er bara búið að vera strengur hérna hjá okkur í allan dag þannig við lifum í voninni að þessu fari að ljúka og Kári fari að yfirgefa Herjólfsdal.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

Efna til hand­rita­sam­keppni fyrir hljóð­bækur

Kynningar

Léttum fólki lífið

Kynningar

Dorma býður frábært úrval fermingarrúma

Auglýsing

Nýjast

Bræður geðhjálpast að

Hreyfiafl þarf til að knýja mann áfram

Reyndi að komast um borð í flugvél nakinn

Dæm­ir um trú­v­erð­ug­­leik­a þekktr­a kvik­­mynd­a­­sen­a

Lands­liðs­maður í fót­bolta selur kveðjur

Drengurinn sem lifði af – lifir enn

Auglýsing