Lífið

Lifa í voninni að Kári yfirgefi Herjólfsdal

Gífurleg stemning er í Herjólfsdal þar sem Brekkusöngur hefst nú á næstu mínútum. Hvesst hefur í dag og hefur Veðurstofa gefið út gula viðvörum fyrir Suðurland.

Gífurleg stemning hefur verið síðustu daga. Mynd/Gunnar Ingi

Gífurleg stemning er í Herjólfsdal á síðasta kvöldi Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum þetta árið. Veður hefur þó ekki verið með besta móti í dag, en Veðurstofa hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland. Bætt hefur töluvert í vind og eru það því kappklæddir landsmenn sem hafa komið sér fyrir í brekkunni í Herjólfsdal fyrir Brekkusönginn svokallaða sem hefst hvað úr hverju. Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, stýrir Brekkusöngnum í kvöld líkt og síðustu ár.

Dóra Björk Gunnarsdóttir, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir segir stemninguna í dalnum vera ólýsanlega. Mikil dagskrá hefur verið í kvöld og eru tónlistarfólkið Salka Sól Eyfeld, Hreimur og Jóhanna Guðrún meðal þeirra sem stigið hafa á svið í kvöld. 

„Það þyrfti að verðlauna þessa gesti hvað þau eru dugleg að mæta í brekkuna. Við erum búin að eiga frábæra kvöldstund hérna,“ segir Dóra í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er bara góð Þjóðhátíð.“

Líkt og fyrr segir hefur veður ekki verið með besta móti í dag. Dóra kveðst þó ekki telja að slíkt angri Þjóðhátíðargesti eða vont veðurfar hafi áhrif á Brekkusönginn, sem er vinsæll viðburður á hverju ári. „Það er bara búið að vera strengur hérna hjá okkur í allan dag þannig við lifum í voninni að þessu fari að ljúka og Kári fari að yfirgefa Herjólfsdal.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Hefur grátið yfir bragðgóðum mat

Menning

Hefur myndað allar kirkjur landsins

Auglýsing

Nýjast

Að klæja í lífið

Bókar­kafli: Riddarar hringa­vit­leysunnar

Höfundur í leit að nýjum heimum

Nauð­syn­legt að ganga í takt við unga fólkið

Draumagjafir dýravina, bænda og veiðimanna

Google-leitir ársins 2018

Auglýsing