Arki­tektinn Anna María Boga­dóttir segir sögu niður­rifs Iðnaðar­banka­hússins við Lækjar­götu í bókinni Jarð­setningu sem kom út í haust hjá Angústúru út­gáfu og sam­nefndri kvik­mynd sem var frum­sýnd á RIFF. Í bókinni blandar Anna María saman arki­tektúr, hug­mynda­sögu og endur­minningum og segir sögu þessa horfna stór­hýsis.

„Það má segja að bókin leiki sér á mörkum forma og það er líka það sem ég er búin að vera að gera í minni praxís. Að tengja saman ó­líka fag- og fræða­heima og ó­líkar list­greinar,“ segir Anna María.

Hvaðan spratt á­huginn á að fjalla um þessa byggingu?

„Húsið kallaði sterkt á mig og í bókinni er ég sjálf að komast að því af hverju ég varð svona upp­tekin af því og ör­lögum þess. Þetta er bygging sem var náttúr­lega á­berandi í hjarta mið­borgarinnar. Ég hef velt því fyrir mér hvort það var af því ég sat í MR og horfði á hana út um gluggann og síðar úr risinu í Iðnó þar sem ég vann eða sem við­skipta­vinur sem kom reglu­lega í bankann.“

Anna María fylgdist grannt með niðurrifi Iðnaðarbankahússins 2017 og skrásetti það í samstarfi við kvikmyndagerðarmann.
Mynd/Anna María Bogadóttir

Breytingar í loftinu

Að sögn Önnu Maríu leiddi vit­neskjan um að Iðnaðar­banka­húsið ætti að hverfa af sjónar­sviðinu til þess að hún fór að hugsa um þær hug­sjónir og þá drauma sem fólust í byggingunni.

„Þegar á­kvörðun var tekin um niður­rifið þá voru ekki liðin nema um fimm­tíu ár síðan hún var reist þannig að ég var líka að hugsa um líf­tíma hins byggða. Það var svo margt tákn­rænt við þessa byggingu sem fram­tíðar­draum eftir­stríðs­áranna og hún kjarnar enda­lok á­kveðins tíma­bils. Svo var ég líka upp­tekin af henni sjálf sem manneskja,“ segir hún.

Iðnaðar­banka­húsið var rifið árið 2017 og hefur nú verið reist ný­tísku hótel á sama stað. Að sögn Önnu Maríu var á­kvörðunin um að byggingin skyldi víkja þó tekin ára­tug áður og gefin var heimild fyrir niður­rifi í deili­skipu­lagi 2008.

„Svo líður langur tími, það verður banka­hrun og upp­gjör og alls konar hlutir sem breytast. Það er svona í kringum 2014-15 að ég verð þess á­skynja, til­tölu­lega ný­komin heim til Ís­lands eftir rúman ára­tug er­lendis, hvað er að gerast á Ís­landi og hvað er að kveðja okkur,“ segir Anna María.

Það var svo margt tákn­rænt við þessa byggingu sem fram­tíðar­draum eftir­stríðs­áranna og hún kjarnar enda­lok á­kveðins tíma­bils.

Jarð­sungu bygginguna

Anna María fékk leyfi hjá eig­endum Iðnaðar­banka­hússins til að jarð­syngja bygginguna 2017. Hún lýsir gjörningnum sem eins konar mót­vægi við þær at­hafnir sem haldnar eru í til­efni ný­bygginga svo sem skóflu­stungur og reisu­gilli.

Hvernig fór jarð­söngurinn fram?

„Við vorum nokkrir lista­menn sem komum inn í bygginguna og Berg­lind María Tómas­dóttir tón­skáld leiddi hljóð­verk sem var hluti af at­höfninni, inn­blásin af banda­rísku tón­listar­konunni Pauline Oli­veros. Við hlustuðum á og spiluðum með byggingunni. Það var hug­mynd mín að leyfa húsinu að hljóma og óma í hinsta sinn. Þegar fór að rökkva þá var byggingin upp­lýst og varð eins og ljós­viti í borgar­um­hverfinu.“

Jarðsetning er gefin út af Angústúru.
Kápa/Angústúra

Lykil­spurning arki­tektúrs

Anna María fékk kvik­mynda­töku­manninn Loga Hilmars­son til að taka upp jarð­sönginn og í kjöl­far þess hélt hún á­fram að skrá­setja ferli niður­rifsins sem varð svo að kvik­myndinni Jarð­setningu.

„Það var líka mjög á­huga­vert fyrir mig sem arki­tekt að fylgjast með niður­rifi byggingar. Það má segja að það hvernig við vinnum með hið þegar byggða sé orðið lykil­spurning arki­tektúrs í dag. Lengi hefur arki­tektúr fyrst og fremst snúist um nýja upp­byggingu en það er mikill við­snúningur í arki­tektúr al­mennt varðandi varð­veislu og að nýta byggingar­arfinn sem við eigum. Ekki bara út frá sögu­legu og menningar­legu sjónar­miði heldur líka um­hverfis­legu,“ segir hún.

Anna María segir að leggja þurfi meiri á­herslu á að byggja við byggingar og að­laga þær breyttum þörfum í stað þess að rífa og byggja nýtt frá grunni.

„Þessi hug­mynd um að bygging sé ein­hvern tímann kláruð er bara nú­tíma­hug­mynd. Í gegnum aldirnar var alltaf verið að bæta við húsin. Þau voru aldrei kláruð, og voru lifandi vefur sem hver kyn­slóð var alltaf að bæta við. Það er líka nú­tíma­hug­mynd að rífa byggingar,“ segir hún.

Anna María segir Jarðsetningu vera mjög persónulega bók.
Mynd/Anna María Bogadóttir

Niður­rif húss og manns

Jarð­setning er þó ekki bara sagn­fræði­leg heimild um tíma­bil í byggingar­sögu Reykja­víkur heldur er um að ræða per­sónu­lega bók með víð­tækar skír­skotanir.

„Ég leik mér með á­kveðna hlið­stæðu í mínu lífi og flétta mína eigin sögu við sögu byggingarinnar. Ég er barn 8. ára­tugarins og nýt á­vaxta upp­byggingar eftir­stríðs­áranna. Þess vegna valdi ég að vera leið­sögu­maður lesandans í gegnum söguna,“ segir hún.

„Líf okkar endur­speglar hug­mynda­fræðina sem birtist í byggingum. Það er líka þetta með kjöl­festu byggingarinnar og hversu mikið við höfum verið að ganga á byggingar­auðinn. Við göngum á hann og erum jafn­framt að ganga á okkur sjálf.“