Einka­sýning Hönnu Dísar Whitehead, Snúningur, verður opnuð í dag, fimmtu­daginn 5. maí, í Gerðar­safni klukkan 16.

Á sýningunni verða gerðar til­raunir til að búa til hús­gögn úr því sem áður var ílát, blanda saman nýjum að­ferðum á fyrri hug­myndir og fá sömu sjón­rænu efnis­­til­finningu út úr ó­líkum efni­við.

Klukkan 18.15 verða Bergur Ebbi rit­höfundur, Páll Haukur og Fritz Hendrik IV mynd­listar­menn með leið­sögn og lista­manna­spjall í tengslum við verk þeirra á sýningunni Stöðu­fundur í Gerðar­safni.

Laugar­daginn 7. maí býður Hanna Dís Whitehead upp á skemmti­lega list­smiðju fyrir börn þar sem unnið verður að munstur­gerð. Smiðjan er frá 13–15 og hentar öllum börnum frá 5 ára aldri og fjöl­skyldum þeirra.

Hanna Dís verður síðan á sunnu­dag klukkan 14 með leið­sögn um sýninguna Snúningur og fjallar um vinnu­ferli sitt og til­drög sýningarinnar. Leið­sögninni lýkur með list­smiðju fyrir full­orðna þar sem þátt­tak­endum gefst tæki­færi til að grípa í alls konar efni­við!