Líf Egils Þórs Jóns­sonar gjör­breyttist á einni nóttu fyrir ári síðan. Hann var þrí­tugur í sam­búð og átti von á sínu öðru barni. Hann var að stíga sín fyrstu skref í pólitíkinni og alltaf verið heilsu­hraustur en eftir að hafa verið slappur í nokkurn tíma greindist hann með stór­eitil­frumu­krabba­mein.

Þetta kemur fram í við­tali við Egilí Krafts­blaðinu en Egill er fyrsti Ís­lendingurinn til að vera sendur til Sví­þjóðar í Car-T-Cell með­ferð.

„Ég greindist rétt fyrir 31 árs af­­mælið mitt en ég hafði verið slappur í ein­hvern tíma. Ég fékk held ég öll ein­­kenni sem hægt er að fá: Nætur­svita, erfitt með andar­­drátt, vökva inn á fleiðruna, orku­­leysi, ég léttist mikið, var með kláða og hita öll kvöld,” segir Egill í Krafts­blaðinu.

Egill hélt á­fram að vera með ein­kenni og leitaði þrisvar til læknis. Hann fór fyrst á Lækna­vaktina en þá var hann greindur með vöðva­bólgu. Næst leitaði hann til heimilis­læknis sem sendi hann í röntgen­mynda­töku og var hann þá greindur með lungna­bólgu og fékk við því sýkla­lyf. Síðar fór hann aftur á Lækna­vaktina þegar að sýkla­lyfja­skammturinn hans var búinn þar sem ein­kennin fóru aftur að á­gerast.

Hann fékk tvö­faldan sýkla­lyfja­skammt og var sagt að fara á bráða­mót­tökuna ef að ein­kennin myndu ekki hverfa eftir það.

„Ég skil þetta alveg. Það býst náttúru­lega enginn við að þegar þú færð þrí­tugan mann inn sem segist eiga erfitt með andar­drátt og vera eitt­hvað slappur að hann sé krabba­mein,“ segir Egill.

Við tók löng lyfja­með­ferð sem virkaði ekki sem skyldi og varð Egill veikari og æxlin fleiri. Þrátt fyrir bar­áttuna við krabba­meinið á­kvað Egill að taka þátt í próf­kjöri fyrir Sjálf­stæðis­flokkinn þar sem hann hafði setið sem borgar­full­trúi frá því 2018.

Hægt er að lesa við­talið við Egil í heild sinni hér.