Liam Hemsworth var spurður út í skilnað sinn við Miley Cyrus þegar hann spókaði sig ásamt bróður sínum, Chris Hemsworth, við Byron Bay í Ástralíu í dag. „Þú skilur ekki hvernig þetta var,“ svaraði Liam blaðamanni Daily Mail Australia. „Ég vil ekki tala um það, félagi,“ bætti hann svo við.

Gift í innan við ár

Ljóst þykir að skilnaðurinn vegi þungt á leikarann en fréttir bárust fyrir helgi af skilnaði parsins. Miley og Liam voru aðeins gift í rúmlega átta mánuði en þau gengu í það heilaga í desember á síðasta ári.

Orð­rómar um skilnaðinn fóru á kreik eftir að söng­konan birti mynd af sér á Insta­gram þar sem enginn hringur var á fingri hennar. Í tilkynningu sem talsmaður Miley gaf út kemur farm að þau séu enn góðir vinir en biður fjöl­miðla um að virða einka­líf þeirra.

Birti mynd af sér í sleik

Einungis örfáum klukkustundum eftir að People birti fréttina um fráskilnað parsins birtust myndir á alnetinu af Miley í sleik við Katlyn Carter en um er að ræða fyrrverandi eiginkonu Broadie Jenner, sem er sonur Catelyn Jenner.

Miley sagði í opinskáu viðtali við Elle Magazine skilgreina sig sem hinsegin og að þrátt fyrir hjónaband sitt laðaðist hún enn að konum.