Ástralski hjarta­knúsarinn Liam Hemsworth hefur í fyrsta sinn tjáð sig opin­ber­lega á sam­fé­lags­miðlum um frá­skilnað sinn við söng­konuna Mil­ey Cyrus en hann lýsti til­finningum sínum í langri færslu á Insta­gram, sem má sjá hér að neðan.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá voru fyrr­verandi hjónin ekki gift lengi þegar þau skildu að borði og sæng en þau giftu sig í desember í fyrra. Mil­ey sást um helgina í sleik við þokka­gyðjuna Kat­lynn Car­ter við Como vatn, tveimur dögum áður en parið til­kynnti skilnaðinn.

„Hæ, öll, bara ör­stutt skila­boð til að segja ykkur að Mil­ey og ég skildum ný­verið og ég óska henni ekki neins nema heil­brigðis og hamingju í fram­tíðinni,“ skrifar ástralski hjarta­knúsarinn meðal annars.

Í færslunni ræddi Hemsworth jafn­framt um frétta­flutning ástralska götu­blaðsins Daily Mail, þar sem blaða­maður innti hann eftir við­brögðum. Við til­efnið sagðist hann ekki vilja tjá sig um málið.

„Þetta er einka­mál og ég hef ekki, og mun ekki, tjá mig um þetta við nokkurn blað­mann eða fjöl­miðla. Öll um­mæli sem sögð eru eftir mig eru fölsuð. Ást og friður,“ skrifaði hann að endingu. Með myndinni birti hann á­kaf­lega fal­lega mynd frá heima­bæ sínum, Byron Bay, á austur­strönd Ástralíu.