Banda­rískir slúður­miðlar keppast við að flytja fréttir af því í dag að ástralski leikarinn Liam Hemsworth hefur nú loksins sótt um form­legan skilnað við banda­rísku söng­konuna Mil­ey Cyrus.

Skjöl þess efnis voru send til banda­rískra yfir­valda í LA og ritaði leikarinn að „ó­á­sættan­leg að­greinings­efni“ væru á­stæða þess að hann væri nú að sækja um skilnað. Hjónin fyrr­verandi höfðu gert kaup­mála svo að engu drama mun fylgja eigna­skiptum.

Banda­ríski slúður­miðillinn TMZ full­yrðir að Hemsworth sé kominn yfir hjóna­bandið. Fregnir af ástar­sam­bandi söng­konunnar við Kait­lynn Car­ter hafa farið mikinn í pressunni undan­farnar viku en söng­konunnar hafa meðal annars sést í koss­af­lensi á opin­berum vett­vangi.