Óhætt er að segja að íslenska hasarmyndin Leynilögga hafi slegið í gegn meðal kvik­mynda­húsa­gesta en miðasölutekjur voru 15.941.412 um frumsýningarhelgina og 23.683.667 milljón krónur fyrstu fimm sýningardagana.

Mýrin, sem byggði á samnefndri skáldsögu Arnaldar Indriðasonar, í leikstjórn Baltsars Kormáks hefur trónað á toppi tekjulistans frá því hún var frumsýnd 2006 og hún skilaði 15.807.800 krónum í kassann þegar 14.000 manns sáu hana yfir frumsýningarhelgina. Miðaverð hefur hins vegar hækkað um eitthvað í kringum 80% síðan þá þannig að á bak við mettölu Leynilöggu eru eitthvað í kringum 8.500 bíógestir.

Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til verðbólgu.