Fyrrverandi forsetafrúin Michelle Obama mætti óvænt á Grammy verðlaunahátíðina í gærkvöldi og heillaði áhorfendur upp úr skónum með einkar magnaðri ræðu um gildi tónlistar. 

Michelle steig á svið ásamt söngkonunum Jada Pinkett Smith, Lady Gaga, Alicia Keys og Jennifer Lopez og má með sanni segja að allt hafi ætlað um koll að keyra þegar hún birtist óvænt en kvenkyns tónlistarmenn voru afar fyrirferðamiklir meðal vinningshafa í gær.

Sjá einnig: Lady Gaga með kraftmikinn flutning á Shallow

„Tónlist hefur alltaf hjálpað mér að segja sögu mína og ég veit að það er staðreyndin um alla hér. Hvort sem okkur líkar kántrí, eða rapp, eða rokk, að þá hjálpar tónlistin okkur að deila okkur, virðingu okkar og sorgum, vonum okkar og gleði.

Hún gerir okkur kleyft að hlusta hvert á annað....og bjóða hvort öðru inn. Tónlist sýnir okkur að allt skiptir máli. Hver einasta saga innan hverjar einustu raddar, hver einasta nóta innam hvers lags. Er það rétt, dömur?“ sagði Obama í ræðunni.

Eftir hátíðina birti hún mynd af sér og söngkonunum fjórum, þar sem hún hrósaði meðal annars Aliciu Keys í hástert og sagðist vera mikill aðdáandi.