„Ég leyfi mér að vera brjáluð í fimm mínútur en svo verð ég að læra að skrúfa mig niður,“ sagði Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, í hlaðvarpsþætti Jákastsins á dögunum.

Að sögn Gerðar hefur hún tamið sér þá reglu að hún megi vera brjáluð í fimm mínútur til að takast á við tilfinningar, hvort sem þær eru neikvæðar eða ofurjákvæðar. „Það þarf að skrúfa sig niður á heilbrigðan hátt og halda jafnvægi í lífinu,“ segir hún.

„Þegar ég er upplifi þetta gagnvart öðrum þá byrja ég á að segja: „Ég er reið eða pirruð“ áður en ég tala um það sem er að pirra mig,“ segir Gerður.

Þá hefur hún þó þurft að temja sér þennan hugsunarhátt til að ná góðu tilfinningalegu jafnvægi. „Þetta heppnaðist ekki í fyrstu tilraun,“ segir Gerður á léttum nótum.