Breski kappakstursmaðurinn Lewis Hamilton er á landinu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hann horfir á leik Englands og Króatíu í undanúrslitum HM karla í fótbolta. Heimildir Fréttablaðsins herma að hann hafi flogið frá London til Keflavíkur og lenti í gærkvöldi.

Hamilton hannaði nýlega fatalínu fyrir bandaríska fataframleiðandann Tommy Hilfiger, og stendur í ströngu að kynna hana. Fatalínan samanstendur m.a. af nærfötum, skóm, fylgihlutum og fatnaði.

Hamilton tekur því væntanlega rólega eftir átök í Formúlu-1 kappaksturskeppninni, en hann hefur staðið í orðaskiptum við Finnann Kimi Raikkonen eftir bresku Grand Prix keppnina. Hamilton sagði á dögunum að Raikkonen hafi keyrt viljandi utan í sig til að hjálpa liðsfélaga sínum hjá Ferrari, Sebastian Vettel.