Lífið

Lewis Hamilton horfir á HM á Íslandi

Ökuþórinn Lewis Hamilton horfir á HM karla í fótbolta á Íslandi. Hann lenti á Keflavíkurvelli í gær.

Hamilton ekur fyrir Mercedes Benz í Formúlu-1 kappaksturskeppninni. Nordic Photos/ Getty

Breski kappakstursmaðurinn Lewis Hamilton er á landinu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hann horfir á leik Englands og Króatíu í undanúrslitum HM karla í fótbolta. Heimildir Fréttablaðsins herma að hann hafi flogið frá London til Keflavíkur og lenti í gærkvöldi.

Hamilton birti mynd af landsleik Englands og Króatíu með íslenska náttúru í bakgrunni.

Hamilton hannaði nýlega fatalínu fyrir bandaríska fataframleiðandann Tommy Hilfiger, og stendur í ströngu að kynna hana. Fatalínan samanstendur m.a. af nærfötum, skóm, fylgihlutum og fatnaði.

Hamilton tekur því væntanlega rólega eftir átök í Formúlu-1 kappaksturskeppninni, en hann hefur staðið í orðaskiptum við Finnann Kimi Raikkonen eftir bresku Grand Prix keppnina. Hamilton sagði á dögunum að Raikkonen hafi keyrt viljandi utan í sig til að hjálpa liðsfélaga sínum hjá Ferrari, Sebastian Vettel.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Vonandi bakar Bjarni fyrir Bo

Lífið

Sex kvik­myndir í bí­gerð um fót­bolta­drengina

Lífið

Varúð - hætta á ástarsorg

Auglýsing

Nýjast

Lífið

Síðustu heiðar­legu Skálmaldar­tón­leikar ársins

Fólk

Geri ekkert sem ég vil ekki gera

Lífið

Margaret Atwood stödd á Ís­landi

Lífið

Guns N' Roses í Noregi: „Áttu rosa­lega vont kvöld“

Lífið

Liam fyrir­­­gefur Noel og vill endur­lífga Oasis

Menning

Líf og fjör á sam­komu aldar­gamalla full­veldis­barna

Auglýsing