Lífið

Lewis Hamilton horfir á HM á Íslandi

Ökuþórinn Lewis Hamilton horfir á HM karla í fótbolta á Íslandi. Hann lenti á Keflavíkurvelli í gær.

Hamilton ekur fyrir Mercedes Benz í Formúlu-1 kappaksturskeppninni. Nordic Photos/ Getty

Breski kappakstursmaðurinn Lewis Hamilton er á landinu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hann horfir á leik Englands og Króatíu í undanúrslitum HM karla í fótbolta. Heimildir Fréttablaðsins herma að hann hafi flogið frá London til Keflavíkur og lenti í gærkvöldi.

Hamilton birti mynd af landsleik Englands og Króatíu með íslenska náttúru í bakgrunni.

Hamilton hannaði nýlega fatalínu fyrir bandaríska fataframleiðandann Tommy Hilfiger, og stendur í ströngu að kynna hana. Fatalínan samanstendur m.a. af nærfötum, skóm, fylgihlutum og fatnaði.

Hamilton tekur því væntanlega rólega eftir átök í Formúlu-1 kappaksturskeppninni, en hann hefur staðið í orðaskiptum við Finnann Kimi Raikkonen eftir bresku Grand Prix keppnina. Hamilton sagði á dögunum að Raikkonen hafi keyrt viljandi utan í sig til að hjálpa liðsfélaga sínum hjá Ferrari, Sebastian Vettel.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Fimmtugur forstjóri á fljúgandi ferð

Lífið

Katrín Tanja selur 70 milljóna króna íbúð í Skugganum

Lífið

Björn Leifsson veiddi „World Class“ fisk

Auglýsing

Nýjast

Hrókurinn gerði gott gleði­mót á norður­hjara veraldar

Erfið barátta við krabbamein

Líkamsrækt og hlaup

tetesept á Íslandi

Áhrifarík meðferð við leggangaþurrki

tetesept á Íslandi

Auglýsing