Fólk

Léttur og ljúfur sumarréttur af grillinu

Gott er að grilla focaccia-brauð á góðum sumardegi, hlaða það góðgæti og bera fram sem léttan aðalrétt eða veglegan forrétt. Hægt er að setja margs konar álegg á focaccia-brauð, t.d. heimagert pestó eða hummus. Brauðið er einstaklega ljúffengt með fersku salati, tómötum og fetaosti.

Á fallegum sumardegi er ljúft að fá sér nýgrillað focaccia-brauð með ýmsu góðgæti. NORDICPHOTOS/GETTY

Grillað focaccia brauð með tómötum, salati og fetaosti

800 g brauðhveiti

250 durum-hveiti

600 ml vatn, ylvolgt

40 g ger

60 g sykur

Ferskt tímían

Ferskt rósmarín

4-6 msk. ólífuolía

Sjávarsalt

½ poki blandað salat eða klettasalat

2-3 tómatar

rifinn ostur

fetaostur

Blandið saman ylvolgu vatni, salti og geri í skál. Stráið durum-hveiti yfir og hnoðið saman. Bætið brauðhveiti saman við og hnoðið vel saman. Deigið má gjarnan vera dálítið blautt. Setjið volgt stykki yfir og látið hefast í um klukkutíma. Dreifið ólífuolíu í stóran og djúpan grillbakka og setjið svo deigið í skúffuna. Dreifið vel úr því með fingrunum svo það fylli jafnt út í skúffuna. Látið deigið hefast í annan klukkutíma eða svo. Stingið fersku rósmaríni og tímíani í deigið með reglulegu millibili. Kveikið upp í grillinu. Dreypið ólífuolíunni yfir deigið og dreifið sjávarsalti yfir það. Bakið brauðið við óbeinan hita í um 25 mínútur eða þar til deigið er orðið stökkt og bakað í gegn.

Skerið tómata í sneiðar og raðið á brauðið. Stráið rifnum osti yfir og skellið brauðinu á grillið í örstutta stund, eða þar til osturinn hefur bráðnað. Setjið salat yfir og loks fetaost. Berið fram.

Frískandi mojito

Ef sólin skyldi láta sjá sig um helgina er frískandi að fá sér engiferdrykk með límónu og myntu. Hér er einföld uppskrift að óáfengum mojito.

1 búnt fersk mynta

2 límónur

2-4 tsk. hrásykur

Ísmolar, muldir

5-6 dl engiferöl, eða eftir smekk

Skolið myntuna vel. Skerið límónurnar í stóra bita. Setjið helminginn af límónunum í tvö glös og bætið myntu við. Setjið 1-2 tsk. af hrásykri út í. Merjið myntuna og límónuna saman með sérstökum mojito-staut sem fæst í öllum betri búsáhaldabúðum. Einnig er hægt að nota skeið með löngu skafti. Fyllið glösin af muldum ísmolum. Hellið engiferöli yfir og skreytið glösin með límónu og myntu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fólk

Möguleikarnir nær óþrjótandi

Fólk

Lokkandi leirtau úr Landmannalaugum

Kynningar

Hús með öllu í fyrsta sinn á Íslandi

Auglýsing

Nýjast

Ástin blómstrar eftir Bachelorinn: „Ég vildi fara heim með henni“

Eiga von á eineggja tví­burum

Afskaplega gott að syngja eftir Jón Ásgeirsson, það virkar allt

Kóngur ofurhuganna

Landsliðs­strákar skemmtu sér á Miami eftir lands­leik

Fantasían Storm­sker hlaut barna­bókar­verð­launin

Auglýsing