Lettnesku strákarnir í hljómsveitinni Citi Zēni sungu Með hækkandi sól og er greinilegt að þeir hafa verið að æfa sig í íslensku.

„Það var erfiðast að læra íslensku en vá hvað tungumálið er fallegt,“ segir Jānis Pētersons, aðalsöngvarinn í hljómsveitinni.

Nafnið á hljómsveitinni, Citi Zēni, þýðir Hinir strákarnir en þeir hafa slegið í gegn með lagið Eat your salad, þar sem þeir segjast borða grænmeti og píku í staðinn fyrir kjöt. Þeir eru allir grænmetisætur og stofnuðu hljómsveitina daginn eftir að söngvarinn, Jānis Pētersons, kom heim eftir ferð til Íslands.

„Ísland er svo ótrúlega fallegt land. Ég man hvað ég var dolfallinn þegar ég sá fyrst íslenska foss. Það er líka yndislegt að sjá hvað Íslendingum er umhugað um umhverfið, það er eitthvað sem við eigum sameiginlegt.“

Strákarnir hvetja Evrópubúa til að lifa umhverfivænni lífstíl.
EBU / NATHAN REINDS

Strákarnir deildu rútu með íslenska liðinu á leiðinni á viðburð fyrir nokkru og heilluðust algjörlega af Systrunum Siggu, Betu og Elínu.

„Þær eru svo yndislegar og jákvæðar og hlýjar manneskjur. Íslenskar konur eru virkilega sjarmerandi,“ segir Roberts Memmēns bassaleikari.

Allir hljómsveitarmeðlimir vilja hvetja fólk til að lifa umhverfisvænni lífstíl og segja grænmetisætur og grænkera vera einstaklega sexý.

Allir öskra „PÍKA“

Þeir ræddu við Fréttablaðið fyrir örþáttinn Júró með Nínu og Ingunni og lýstu yfir vonbrigðum að þurfa að sleppa því að syngja „pussy“ sem þeir segja alls ekki sungið á niðrandi hátt heldur á jákvæðan hátt. Þeir vilja upphefja heilbrigt kynlíf og grænan lífstíl.

Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva bönnuðu þeim að syngja orðið „pussy“ en það hefur þó ekki stoppað áhorfendur sem hafa öskrað það á hverjum tónleikum þeirra hingað til.

„Við viljum helst setja heimsmet um stærsta kór sem syngur orðið „píka“,“ segir Jānis söngvari.

„Við þurfum ekki einu sinni að syngja byrjunina. Áhorfendur taka alltaf undir og syngja hærra en við,“ bætir Roberts bassaleikari við.

Eiga allir uppáhalds „pick-up“ línur

Lagið sjálft er eins og ein stór „pick-up“ lína. Aðspurðir segjast þeir að sjálfsögðu eiga sínar uppáhalds línur.

„Mín er svolítið spes,“ byrjar söngvarinn. „Ég byrja að þefa út í loftið og segi svo: Vá þú lyktar illa, á ég ekki að fara með þig út?“

„Mín er: How you doin',“ segir Dagnis Roziņš saxafónsleikari og hermir eftir Joey í Friends.

„Hola linda, como estas,“ segir Reinis Višķeris hljómborðsleikarinn. Hinir eiga enn eftir að ákveða sig.