Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, lét ónefndan útsvarpsmann heyra það eftir að hann spurði hana óviðeigandi spurninga um barneignir fyrir nokkrum árum síðan.

Frá þessu segir hún ítarlegri færslu um málið á Facebook.

„Hvenær ætlarðu eiginlega að eignast börn? Ertu ein af þessum konum sem setur starfsframann í forgang fyrir barneignum? Ég meina, nú ertu komin yfir fertugt svo það þarf að fara að gera eitthvað í þessu," spurði hann.

„Eftir að slökkt var á hljóðnemunum lét Naglinn útvarpsmanninn vita að sér hefði fundist þetta MJÖG óviðeigandi spurning.

Naglabóndinn er fjórum árum eldri, og fær þessa spurningu sárasjaldan. Það virðist vera skotleyfi á konur yfir þrítugt að hnýsast í þeirra einkamál og jafnvel inn í svefnherbergið í þessu tilfelli,“ skrifar Ragga.

Ragga tekur stórstjörnu á borð við hina 59 ára bandarísku leikkonu Jennifer Aniston sem dæmi, en lengi vel hafa slúðurblöð ytra velt fyrir sér vhvort hún ætli að eignast börn og með hverjum. Þá eru karlmenn á sama aldri líkt og Matthew Perry sjaldan spurðir út í það.

„Kvenkyns ráðherra, Áslaug Arna sem er 32 ára var nýlega spurð um barneignaplön sín af karlkyns blaðamannni sem minnti hana líka á að tíminn væri ekki að vinna með henni í barneignabransanum,“ segir Ragga og leggur áherslu á ða konur þurfi ekki hrútskýringar um að líkamsklukkan tifar hvað varðar barneignir.

Alls kyns ástæður sem kemur engum við

Ragga segir flestar konur upplýstar um eigin líffræði og geta ýmsar ástæður verið fyrir því að konur eigi ekki börn.

„Sumt fólk hefur glímt við frjósemisvanda og upplifað vonbrigði og sárar tilfinningar og gefist upp eftir mislukkaðar tilraunir.

Sumir hafa erfðagalla sem þeir vilja ekki koma niður á komandi kynslóðir og kjósa því barnleysi.

Sumar konur hafa þurft að láta fjarlægja leg eða eggjastokka útaf krabbameini eða öðrum sjúkdómum, og því ekki færar að ganga með börn.

Sumar hafa misst fóstur eða þurft að fæða andvana börn, og geta ekki hugsað sér að ganga í gegnum slíka reynslu aftur.

Sumt fólk langar einfaldlega ekki að eignast börn og kjósa barnleysi af eigin vilja. Ekki af því þeim sé illa við börn. Það geta verið ástæður eins og fjárhagslega óhagkvæmt, umhverfissjónarmið, pólítík, ástand heimsins, starfsframinn, tímafrelsi eða hvað annað,“ segir hún.

Þá tekur hún fram að það sé aldrei ástæða fyrir því að spyrja konu barnaeignaplön hennar, sama hvort það sé fyrsta, annað eða þriðja.

„Af því þér kemur það ekki við.“