Elísa­bet Drottningar­móðir elskaði skosku þættina um lög­reglu­manninn Taggart. Þetta er meðal þess sem fram kom í fyrsta þætti af Crown­varpinu, við­hafnar­hlað­varpi Frétta­blaðsins um The Crown.

„Ég hefði viljað fá smá senu, því ég er sjálfur svo mikill Taggart að­dáandi og drottningar­móðirin dýrkaði Taggart þannig sko að það þurfti stundum að keyra með VHS spólur með nýjasta þættinum frá Skot­landi,“ segir Þórarinn Þórarins­son, annar um­sjónar­manna Crown­varpsins.

Guð­ný Ósk Lax­dal, sér­fræðingur í bresku konungs­fjöl­skyldunni var gestur í fyrsta þætti og segist ekki hafa verið nægi­lega á­nægð með leikara­valið þegar kemur að drottningar­móðurinni í fimmtu seríunni.

„Sú sem ég var alltaf að velta því fyrir mér hver væri, það var drottningar­móðirin. Það er þessi kona þarna í bak­grunni, sem lítur engan veginn út eins og drottningar­móðirin, og ég var alltaf bara: „Bíddu hver er þetta?!“

Þórarinn segir að sér þyki of lítið hafa verið gert úr drottningar­móðurinni í þessari nýjustu seríu. „Vegna þess að hún var alveg of­boðs­lega pláss­frek og á­berandi.“

Hlusta má á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er mættur á Spoti­fy undir merkjum Bíó­varpsins.