Ein­staklingar fara sí­fellt ó­troðnari slóðir við skipu­lagningu svo­kallaðra kynja­af­hjúpunar­partía sem öðlast hafa miklar vin­sældir að undan­förnu. Youtu­be stjarnan Pai­ge Ginn birti mynd­band af slíku partýi á dögunum í gríni þar sem fret hennar var í aðal­hlut­verki.

Ginn birti klippuna á fimmtu­daginn var og hefur henni nú verið deilt þúsundum sinnum. Margir á sam­fé­lags­miðlum halda að um hafi verið að ræða al­vöru partý en svo virðist ekki vera miðað við um­fjöllun Perez­Hilton.

Líkt og öllum slíkum teitum sæmir er mynda­vélin fyrst á hana þar sem má sjá hana nakta að neðan áður en hún fretar bláum reyk sem í slíkum partýum gefur til kynna að um­rætt barn verði strákur.

„Þetta er ó­geðs­legasta af­hjúpunar­partý sem ég hef séð,“ skrifar einn net­verjanna meðal annars á Insta­gram síðunni sinni. Sjón er sögu ríkari.

View this post on Instagram

Gender Reveal 🍼👶🏻

A post shared by Paige Ginn (@paigeginn) on