Helgarblaðið

Lestrar­hestur vikunnar er Snæ­dís Erla

Lestrarhestur vikunnar er hin átta ára Snædís Erla Sigurgeirsdóttir

Snædís Erla í glaðlegu umhverfi bókasafnsins í Spönginni í Grafarvogi.

Snædís Erla er 8 ára gömul.

Hvernig bækur þykir þér skemmtilegastar? Ævintýrabækur

Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? Hulduheimar 1. Hún er um þrjár vinkonur sem fundu kistu á flóamarkaði og þegar þær opnuðu hana birtust litlir álfar. Þær fóru svo með álfunum í Hulduheima til að hjálpa til við að leysa vandamál.

Hvaða bók ætlarðu að lesa næst? Hulduheimar 2, er byrjuð á henni.

Ef þú myndir skrifa bók, um hvað væri hún? Hún myndi fjalla um litla apann minn sem heitir Apaskinn. Hann á heima í frumskógi og er einn af því að hann á enga fjölskyldu. Svo finnur hann fjölskyldu (mína fjölskyldu) og fær að búa hjá henni.

Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Ég held að það hafi verið Bangsímon.

Ferðu oft á bókasafnið? Ég fer stundum á bókasafnið.

Hver eru þín helstu áhugamál? Frjálsar íþróttir, fimleikar og fótbolti.

Í hvaða skóla ertu? Kelduskóla – Vík.

Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Forlagið efna til sumarlesturs fyrir krakka. Verið velkomin í bókasafnið í ykkar hverfi, veljið eitt pappírsdýr sem þið finnið á safninu, skrifið nafn, símanúmer, aldur og nafn á áhugaverðri bók sem þið hafið lesið og takið þannig þátt í lestrarleiknum. Í hverri viku fær einn heppinn þátttakandi bók að gjöf og í lok sumarsins er veittur einn veglegur vinningur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Helgarblaðið

Getur ekki talið allar plöturnar

Helgarblaðið

Fær innblástur úr listum og pólitík

Helgarblaðið

Gefst ekki upp

Auglýsing

Nýjast

Tourette-uppi­stand til styrktar góð­gerðar­sam­tökum

Efna til hand­rita­sam­keppni fyrir hljóð­bækur

Léttum fólki lífið

Dorma býður frábært úrval fermingarrúma

Bræður geðhjálpast að

Hreyfiafl þarf til að knýja mann áfram

Auglýsing