Helgarblaðið

Lestrar­hestur vikunnar er Snæ­dís Erla

Lestrarhestur vikunnar er hin átta ára Snædís Erla Sigurgeirsdóttir

Snædís Erla í glaðlegu umhverfi bókasafnsins í Spönginni í Grafarvogi.

Snædís Erla er 8 ára gömul.

Hvernig bækur þykir þér skemmtilegastar? Ævintýrabækur

Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? Hulduheimar 1. Hún er um þrjár vinkonur sem fundu kistu á flóamarkaði og þegar þær opnuðu hana birtust litlir álfar. Þær fóru svo með álfunum í Hulduheima til að hjálpa til við að leysa vandamál.

Hvaða bók ætlarðu að lesa næst? Hulduheimar 2, er byrjuð á henni.

Ef þú myndir skrifa bók, um hvað væri hún? Hún myndi fjalla um litla apann minn sem heitir Apaskinn. Hann á heima í frumskógi og er einn af því að hann á enga fjölskyldu. Svo finnur hann fjölskyldu (mína fjölskyldu) og fær að búa hjá henni.

Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Ég held að það hafi verið Bangsímon.

Ferðu oft á bókasafnið? Ég fer stundum á bókasafnið.

Hver eru þín helstu áhugamál? Frjálsar íþróttir, fimleikar og fótbolti.

Í hvaða skóla ertu? Kelduskóla – Vík.

Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Forlagið efna til sumarlesturs fyrir krakka. Verið velkomin í bókasafnið í ykkar hverfi, veljið eitt pappírsdýr sem þið finnið á safninu, skrifið nafn, símanúmer, aldur og nafn á áhugaverðri bók sem þið hafið lesið og takið þannig þátt í lestrarleiknum. Í hverri viku fær einn heppinn þátttakandi bók að gjöf og í lok sumarsins er veittur einn veglegur vinningur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Helgarblaðið

Ó, guð vors lands…

Fólk

Vin í djúp­sjávar­blárri stofu

Helgarblaðið

Ar­ca­de Fire á Ís­landi: „Dragið fram dans­skóna!“

Auglýsing

Nýjast

Boð­ar end­ur­kom­u á skjá­inn eft­ir á­sak­an­ir um nauðg­un

Gleð­­in við völd í brúð­kaup­i Sögu og Snorr­­a á Suð­ur­eyr­i

Marg­menn­i á Arnar­hól og í Hljóm­skál­a­garð­in­um

Bankarapp, hip-hop há­tíð og hús­tón­list í bænum

Jonas-bróðir trú­lofast Bollywood-stjörnu

Bubbi lagður inn á spítala og spilar ekki í kvöld

Auglýsing