Tónlistarmaðurinn Tom Parker og einn af meðlimum hljómsveitarinnar The Wanted lést aðeins 33 ára gamall eftir stutta baráttu við krabbamein.

Eiginkona Parker, Kelsey Hardwick greindi frá andlátinu á samfélagsmiðlum í gær.

Parker greindist með heilaæxli í október 2020 og hóf lyfjameðferð strax í kjölfarið er haft eftir fréttamiðlinum Daily mail.

„Tom lést á friðsamlegan hátt í dag umvafinn fjölskyldu sinni. Hjörtu okkar eru brotin. Tom var miðpunktur alheims okkar og getum við ekki ímyndað okkur lífið án hans smitandi bros og góðu nærveru. Við erum þakklát fyrir alla ástina og stuðninginn sem við höfum fengið,“ sagði Hardwick.

Þá þakkaði hún öllum sem hugsuðum um Tom í veikindum hans og minnist þess að hann hafi barist til hins síðasta dags.

Saman eiga þau tvö börn saman, Aurelia tveggja ára og Bodhi eins árs.

Færsla Hardwick á Instagram.
Mynd/Skjáskot

Í yfirlýsingu frá hljómsveitinni The Wanted vegna fráfalls Parker segir, „Wanted fjölskyldan er niðurbrotin vegna hrikalegs og ótímabærs missi úr hljómsveitinni okkar. Hann var frábær eiginmaður Kelsey og faðir Aurelia og Bodhi. Hann var bróðir okkar og fáum við því ekki lýst í orðum hve mikill missirinn og sorgin er innra með okkur. Hann lifir að eilífu í hjörtum okkar“