Mynd sem birtist af Emilíönu Torrini í helgarblaði Fréttablaðsins hefur vakið talsverða athygli lesenda.

Svo virðist sem að mörgum þyki Emilíana líkjast engri annarri en Ragnhildi Gísladóttur, eða Röggu Gísla á myndinni.

„Einhver annar sem sér bara unga Röggu Gísla hér?“ skrifar ein í færslu á Twitter um helgina.

Myndin sem birtist í Fréttablaðinu af Emilíönu Torrini og svo mynd úr safni af Röggu Gísla, dæmi hver fyrir sig.
Fréttablaðið/Samsett mynd