„Fallon vildi fá mig í þáttinn en ég vildi fá sex stafa upphæð fyrir. Ég sel mig ekki ódýrt.“ Þetta segir tónlistarkonan góðkunna Leoncie á Facebook.

Jimmy Fallon spilaði lag af plötu tónlistarkonunnar í þætti sínum í vikunni. Þar gerði hann stólpagrín að laginu.

Leoncie er hæstánægð með athyglina. „Þetta er frábært,“ skrifar hún og heldur áfram. „Ég er frábær lagasmiður, tónlistarmaður og fyrr en varir munum við Melania skemmta okkur konunglega saman yfir nýja Trump-laginu mínu.“

Óljóst er hvað hún meinar með þessu en ljóst er að það er aldrei lognmolla í kring um „indversku prinsessuna“.

Hér er færsla Leoncie á Facebook.