Lífið

Léku ís­lensku jóla­sveinana vestan­hafs

Pétur Eggerz og Guðni Franzson héldu til Bandaríkjanna nýverið og komu þeir fram sem tveir íslenskir jólasveinar á norrænum listaviðburði í Washington D.C í gær

Eins og sjá má voru þeir félagar stórglæsilegir sveinkar. Facebook/Pétur Eggerz

Leikarinn Pétur Eggerz er nú staddur ásamt Guðna Franzyni í Washington D.C í Bandaríkjunum þar sem þeir félagar léku íslenska jólasveina á norrænum jólaviðburði á Phillips listasafninu í gærkvöldi, í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands og Sendiráð Íslands í Bandaríkjunum.

Í samtali við Fréttablaðið segir Pétur að gjörningurinn hafi lukkast afar vel og að mikill áhugi hafi verið á íslensku sveinkunum á viðburðinum innan um hinar norrænu jólahefðirnar.

„Þetta gekk alveg ljómandi vel, fólk var gríðarlega ánægt með þetta allt saman og þetta var svolítið öðruvísi. Svíarnir voru til dæmis að syngja sína Luciu jólasálma og svo vorum við þarna svolítið út úr ramma, af því að jólasveinarnir eru náttúrulega eins og þeir eru.“

Pétur segir að hann og Guðni hafi árum saman séð um jólasveinadagskrána í Þjóðminjasafninu og því hafi ekki verið erfitt að bregða sér í hlutverkið en búningana fengu þeir að nota með góðfúslegu leyfi frá safninu.

„Þetta eru í rauninni íslensku jólasveinarnir úr Þjóðminjasafninu þar sem við höfum séð um jólaveinadagskrána síðan 1995. Guðni hefur samið tónlist við eiginlega öll kvæði Jóhannesar úr Kötlum, til dæmis við Jólasveinakvæðið og Grýlukvæðið.  

Við stóðum og kynntum okkur við gesti og gangandi og gáfum þeim að smakka bita af rammíslensku hangikjötslæri og sungum svo kvæðin um jólasveinana og Grýlu á íslensku og líka á ensku, svo þetta var mjög skemmtilegt og vakti mikla lukku.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Friðrik Ómar fyrstur og Hatari síðastur

Menning

Eins og að klífa hæstu tinda heims

Lífið

Margt er gott að glíma við

Auglýsing

Nýjast

Konudagurinn, dagurinn hennar!

Leið eins og elti­hrelli

Freistandi konudagsréttir

Upplifa enn mikla skömm

Kvika er hryllingssaga um ástina

Leyfir gestum að húðflúra sig á sýningu

Auglýsing