Skráning er formlega hafin fyrir Idol- stjörnu Íslands. Þetta kemur fram á vef Vísis í dag.

Þættirnir fara í loftið í haust og munu áheyrnarprufur fara fram um allt land síðar í sumar.

Dómnefndin verður kynnt í næstu viku, en hún skipar nokkrar af skærustu stjörnum Íslands.

Einstaklingar á aldrinum 16 til 30 ára eru hvattir til að skrá sig með því að senda inn myndskeið af þeim syngja tvo lagabúta.

Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda ytra síðastliðna tvo áratugi og voru gerðar fjórar íslenskar þáttaraðir stjörnuleitarinnar á árunum 2003 til 2009.

Fyrsti vinningshafi keppninnar hér á landi var Grindvíkingurinn, Kalli Bjarni. Meðal keppenda voru Jón Sigurðsson, fimm hundruð karlinn og Anna Katrín Guðbrandsdóttir.