Anna Fríð­a Gísl­a­dótt­ir, mark­aðs­stjór­i Play, er á leið heim frá ráð­stefn­u í Þýsk­a­land­i og lent­i í vand­ræð­um með að finn­a far­ang­ur sinn á flug­vell­in­um.Víða um Evróp­u hef­ur illa tek­ist að mann­a í öll störf og því ekk­ert starfs­fólk til að flokk­a far­ang­ur þeirr­a véla sem lend­a á flug­vell­in­um.

„Því mið­ur virð­ist sem svo að sum­ir evr­ópsk­ir flug­vell­ir séu ekki nógu vel mann­að­ir og illa und­ir­bún­ir fyr­ir sum­ar traff­ík­in­a,“ seg­ir Anna Fríð­a í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið og að þett­a megi rekj­a til heims­far­ald­urs þeg­ar þurft­i að segj­a mörg­um upp eða fólk hvarf til ann­arr­a starf­a og hef­ur ekki skil­að sér aft­ur.

„Þett­a mill­i­bils­á­stand get­ur því mið­ur haft í för með sér margs­kon­ar af­leið­ing­ar svo sem seink­an­ir og týnd­an far­ang­ur,“ seg­ir Anna Fríð­a sem seg­ist hafa ferð­ast töl­u­vert und­an­far­ið en ekki lent í þess­u fyrr en núna.

Það var vandasamt verk að finna töskuna, en Anna Fríða fann hana að lokum.
Mynd/Anna Fríða Gísladóttir

Engin hjálp

Spurð hvort það hafi ver­ið ein­hver hjálp í boði fyr­ir far­þeg­a seg­ir hún að þeg­ar hún kom á flug­völl­inn á­samt ferð­a­fé­lög­um sín­um hafi þeim ver­ið hleypt inn þar sem fólk sæk­ir tösk­urn­ar og þeim sagt að leit­a að þeim.

„Það var eng­inn sem fylgd­ist meir­a með okk­ur né þurft­um við að sann­reyn­a að þett­a væri task­an okk­ar. Flug­fé­lög­in gera þó allt sem í þeirr­a vald­i stendur,“ seg­ir Anna Fríð­a og að það hafi þó hjálp­að að fjöld­inn á vell­in­um hafi ekki ver­ið eins og hann var áður, í venj­u­leg­u ár­ferð­i.

„En týnd­u tösk­urn­ar hlup­u á hundr­uð­um“

Fannst­u þína tösk­u?

„Já ó­trú­legt en satt fann ég hana á end­an­um með til­heyr­and­i fagn­að­ar­hróp­um,“ seg­ir Anna Fríð­a.