Cups­he-tísku­sýningin fór fram á dögunum á Para­i­so Miami Beach sund­fata­vikunni sem haldin er ár­lega.

Á sund­fata­vikunni koma saman leiðandi hönnuðir og á­hrifa­fólk í heimi sund­tískunnar og kynna nýjar vöru­línur fyrir árið 2023 og sækja þess á milli sumar­legar strand­veislur.

Sund­fata­vikan stendur yfir í fjóra daga og á dag­skránni má finna 45 við­burði af öllum toga.

Bleikur og Lime-grænn eru meðal tískulita sumarsins.
Fréttablaðið/Getty

Með­stofnandi sund­fata­vikunnar, Natali­ja Dedic Stoja­no­vic, sagði í sam­tali við CBS news að reiknað væri með 30.000 gestum á við­burðinn og að upp­bókað væri á hótel og veitinga­staði á svæðinu.

Cups­he-fyrir­tækið var stofnað árið 2015 af fyrr­verandi for­stjóra Ali­baba-vef­verslunarinnar, David Wei, og miðaði í upp­hafi að fram­leiðslu á ó­dýrari sund­fatnaði sem seldur var í gegnum vef­verslanir á borð við Amazon og ekki síst í gegnum sterkar sölu­her­ferðir með á­hrifa­völdum á Insta­gram og YouTu­be. Á­ætlaður hagnaður á þessu ári hljóðar upp á 250 milljónir Banda­ríkja­dala.

Fyrirsætan og dóttir strandvarðar allra strandvarða, sló í gegn.
Fréttablaðið/Getty

Fjöldi fyrir­sæta gekk pallana og þar á meðal var fyrir­sætan Hayl­ey Hassel­hoff, dóttir Davids Hassel­hoff, sem fór fyrir Strand­vörðunum í sam­nefndum þáttum.

Á sýningunni var sýnt frá vor­línu ársins 2023 sem unnin var í sam­vinnu við fyrir­sætuna Tabriu Majors og á­hrifa­valdinn Jojo Fletcher.

Hvítt og flegið virkar alltaf.
Fréttablaðið/Getty
Þessi er hár upp á síðu og fleginn niður á bringu og vafalaust hentug flík í hitabylgju.
Fréttablaðið/Getty
Bikíní eru ekki alveg úti, þótt sundbolir séu ráðandi.
Fréttablaðið/Getty
Flíkur með úskornum köflum, svokölluð "cut-out" tíska hefur skilað sér í sundtískuna.
Fréttablaðið/Getty