Bríet Ólína er búsett í New York þar sem hún hefur meðal annars starfað sem fyrirsæta. Hún leikstýrir nýrri auglýsingu sem tískumerkið Marc Jacobs frumsýndi í dag. Í auglýsingunni má sjá fyrrisætuna Söshu Frolova, sem sá einnig um stílíseringu í auglýsingunni, í íslenskri náttúru og ómar rödd Ellýar Vilhjálms í laginu Sveitin milli sanda eftir Magnús Blöndal Jóhannson við.

Katla Sólnes sá um upptöku og klippingu.

Hér má sjá myndbandið í heild sinni: